is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Fljótsdalshérað auglýsir eftir leikskólakennurum við eftirtalda leikskóla: Leikskólinn Hádegishöfði Skólastjóri Guðmunda Vala Jónasdóttir, Sími 4 700 670 Lagarfell 5, 700 Egilsstaðir Netfang: Hádegishöfði er tveggja deilda leikskóli sem starfar í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Megináherslur í daglegu starfi eru að efla sjálfstæði, gleði og sköpun nemenda sem og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum. Leikskólinn Tjarnarskógur Leikskólastjóri, Sigríður Herdís Pálsdóttir, sími 4 700 660 Skógarlönd 5, 700 Egilsstaðir Netfang: Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 180 börn á tveimur starfsstöðum. Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenningar Howards Gardners í starfsaðferðum sínum og ...
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar í Garðabæ: Sjálandsskóli óskar eftir að ráða sérkennara frá 1. ágúst 2017 í 80 - 100% starf. Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ. Í skólanum eru 290 nemendur og starfsmenn eru um 60. Í Sjálandsskóla vinna allir starfsmenn saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu og hafa hag nemenda að leiðarljósi. Í skólanum er lögð áhersla á samkennslu árganga í þemum og útikennslu. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu og samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla. Helstu verkefni og ábyrgð: Kennsla og skipulagning á námi nemenda með sérþarfir Greiningar og skimanir Ráðgjöf til kennara ...
75% staða náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Eskifjarðar, Grunnskóla Reyðarfjarðar, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðarskóla er laus til umsóknar. Í skólunum eru u.þ.b. 400 nemendur á aldrinu 6-16 ára. Nánari upplýsingar um skólana er að finna á heimasíðu þeirra , , og Menntunar- og hæfniskröfur: Hafa réttindi til að starfa við náms- og starfsráðgjöf. Starfsreynsla æskileg. Leiðtogahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði í starfi. Lipurð í samskiptum. Helstu verkefni eru: Persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur þannig að þeir eigi auðveldara með að átta sig á eigin áhugamálum og hæfileikum og setja sér raunhæf markmið. Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í ná...
Eftirtalin störf eru saus til umsóknar við Grunnskóla Hornafjarðar veturinn 2017-2018 Umsjónarkennari á yngra stigi Íþróttakennarar bæði á yngra og eldra stig skólans. Annar í eitt ár vegna barnsburðaleyfis. Sérkennari Heimilisfræðikennari Tónmenntakennari í 50 % starf Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og eða reynslu til starfsins. Áhersla er á að umsækjandi sýni hæfni í samskiptum, frumkvæði og sé lausnamiðaður. Í Grunnskóla Hornafjarðar verða næsta vetur rúmlega 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Í skólanum er áhersla á list- og verkgreinakennslu um leið og unnið er að bættum árangri í bóklegum greinum. Unnið er eftir hugmyn...
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar í Bláskógaskóla á Laugarvatni:  Aðstoðarskólastjóri Laust er starf aðstoðarskólastjóra við samrekinn leik– og grunn-skóla, Bláskógaskóla Laugarvatni. Starfshlutfall 100 % Starfið í skólanum er í stöðugri þróun og hefur skólinn markað sér sérstöðu í útikennslu. Skólinn leggur meðal annars mikla áherslu á samfellu á milli skólastiganna, fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og læsi í viðum skilningi. Horft er til að hafa starfsumhverfi hvetjandi og krefjandi í senn. Teymiskennsla hefur verið í þróun sl. skólaár sem er að gefa góða raun og sér í lagi þegar horft er til samfellu á milli skóla-stiga. Aðstoðarskólastjóri mun starfa náið með skólastjóra og mun starfa í stjór...
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar í Garðabæ.    {slider Hofsstaðaskóli - umsjónakennari} Umsjónarkennari óskast í Hofsstaðaskóla fyrir skólaárið 2017-2018 Í Hofsstaðaskóla eru 540 nemendur í 1.-7. bekk og þar starfa yfir 80 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Á yngra stigi er lögð áhersla á teymiskennslu og mikið faglegt samstarf kennara. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastar...
auglýsir eftir fjölhæfum tónlistarkennum í 100% störf frá haustinu 2017. Aðalkennslugreinar eru píanó, fiðla og söngur auk námsgreina að sviði rytmískrar tónlistar. Nánari upplýsingar veitir Árni Sigurbjarnason skólastjóri í síma 894 9351. Frestur til að skila umsóknum er til 7. apríl nk. og skulu þær sendar á netfang:  
Eftirtaldar stöður eru lausar í leikskólum sveitarfélagsins frá ágúst 2017 Álfheimar Deildarstjórastaða, 100% starfshlutfall. Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Árbær Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Brimver/Æskukot Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Hulduheimar Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Jötunheimar Deildarstjórastaða, 100% starfshlutfall Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall
Eftirtaldar stöður er lausar til umsóknar leik- og grunnskólum í Garðabæ:   {slider Leikskólinn Krakkakot - deildarstjóri} Náttúruleikskólinn Krakkakot óskar eftir deildastjóra Náttúruleikskólinn Krakkakot er sex deilda leikskóli staðsettur á Álftanesi í Garðabæ. Uppeldis og agastefna skólans er „Uppeldi til ábyrgðar“. Leikskólinn er Grænfánaskóli og eru dýr eins og hænur og kanínur hluti af skólastarfinu . Helsta náms og þroskaleið barna er hinn frjálsi og sjálfssprottni leikur barna og er leiknum gefið mikið rými í dagskipulagi skólans. Skólinn er hlýlegur og er lögð mikil áhersla á heimilislegt umhverfi og kærleiksrík samskipti sem einkennast af virðingu fyrir börnum, starfsfólki og foreldrum. Helstu verkefni og áb...
Tónskóli Neskaupstaðar óskar eftir að ráða til starfa kennara sem getur kennt bæði á Píanó og fiðlu. Um er að ræða 100% stöðu sem ráðið verður í frá og með 1. ágúst 2017. Umsækjandi þarf að eiga gott með mannleg samskipti, vera samviskusamur, skapandi og skipulagður. Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Tónskóli Neskaupstaðar var stofnaður árið 1956 og er rekinn af sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Við skólann starfa 5 kennarar, nemendur eru rúmlega eitt hundrað og er skólinn vel búinn hljóðfærum, bókum og öðrum kennslubúnaði. Tónskólinn er til húsa í nýuppgerðu húsnæði á neðstu hæð í Nesskóla, sem er grunnskólinn á staðnum og er mikil og góð samvinna á milli skólanna. Umsóknarfrestur um starfið er til 5. apríl 2017 o...