is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Leikskólinn Heklukot á Hellu auglýsir lausar stöður: 50% staða aðstoðarleikskólastjóra. 50% staða sérkennara. 100% staða deildarstjóra til 1 árs vegna leyfis frá 8. ágúst 2016 til 8. ágúst 2017. 100% staða deildarstjóra frá 1. ágúst 2016. 100% stöður leikskólakennara.   Umsóknarfrestur er til 29. maí nk. Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á undir flipanum Um leikskólann og svo Starfsumsóknir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum við launanefnd sveitarfélaga. Fáist ekki leikskólakennarar er heimilt að ráða aðra í stöðurnar til eins árs. Í Heklukoti er leikskólakennurum boðið uppá aukinn undirbúningstíma, fá samtals 9 tíma ...
Í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði eru 85 nemendur í einkatímum og er mikði lagt upp úr samspilshópum. Starfandi eru tvær lúðrasveitir, jassband og ýmsir smærri hópar. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla. Við skólann eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Starf kennara í forskóla. Starf kennara í forskóla, þar sem 32% staða deildarstjóra fylgir. Píanókennara í 50-60% stöðu. Málmblásturskennara í 35-50% stöðu (einkatímar og lúðrasveit). Gítar- og trommukennari kemur einnig til greina í hlutastarf.   Einn og sami kennarinn getur auðveldlega náð 100% stöðu ef viðkomandi kennir fleiri en eitt fag. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Morávek í síma 661 2879 eða á netfangið tonsk...
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar við Grunnskóla Hornafjarðar Staða smíðakennara Staða íþróttakennara Staða heimilisfræðikennara Staða námsráðgjafa 50% starf, hægt að fylla upp í 100 % stöðu með kennslu. Staða tónmenntakennara 30-50% staða. (Ath. í Tónskóla Hornafjarðar er einnig verið að auglýsa eftir kennara og hægt væri að fá fulla stöðu með því að blanda þessum tveimur stöðum saman. Frekari upplýsingar má fá í Tónskólanum tonskoli@hornafjordur.is, s. 470 8460).   Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS. Umsóknum um stöður skal skilað skriflega til skólastjóra fyrir 16. maí n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur. Nánari upplýsingar veita skólastj...
Leikskólinn Örk á Hvolsvelli auglýsir lausar stöður: 100% staða aðstoðarleikskólastjóra. 50% staða sérkennara. 100% staða deildarstjóra til 1 árs vegna leyfis frá 15. ágúst 2016 til 15. ágúst 2017. 100% staða deildarstjóra frá 1. september 2016. 100% stöður leikskólakennara.   Umsóknarfrestur er til 22. maí nk. Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á  undir flipanum Um leikskólann og svo Starfsumsóknir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum við launanefnd sveitarfélaga. Fáist ekki leikskólakennarar er heimilt að ráða aðra í stöðurnar til eins árs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Kristín Helgadóttir leikskólastjóri í ...
Deildarstjóra og leikskólakennara vantar til starfa í frá 9. ágúst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skólastjóri hefur heimild til að greiða tímabundin viðbótarlaun vegna sérstakrar hæfni, álags eða vinnuframlags. Leikskólinn er fimm deilda leikskóli fyrir börn frá 18. mánaða til 6 ára. Við erum „Skóli á grænni grein“ og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á .   Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. S...
Á er laus 100% staða deildarstjóra frá 1. ágúst nk. og tvær 100% stöður leikskólakennara / leikskólaliða sem fyrst. Deildarstjóri og leikskólakennarar starfa eftir starfslýsingu í kjarasamningi FL, samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn leikskólastjóra. Araklettur er þriggja deilda skóli fyrir börn á áldrinum 14 mánaða til sex ára. Þar eru allt að 50 börn og 16 - 18 kennarar og starfsmenn. Lögð er áhersla á lífsmennt, umhverfismennt, læsi og hvetjandi málumhverfi. Leiðarljósi leikskólans eru; gleði, virðing og vinátta. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun, eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Góð íslenskukunnátta. Færni í samskiptum. Frumkvæði í starf...
Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í 100% starf og deildarstjóra sérkennslu í 50% starf við Egilsstaðaskóla á Fljótsdalshéraði. Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun, reynslu af stjórnun, skipulagshæfileika og góða samskiptahæfni. Jafnframt er gerð krafa um menntun í sérkennslufræðum fyrir starf deildarstjóra sérkennslu. Í Egilsstaðaskóla eru 360 nemendur og 60 starfsmenn. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru teymikennsla, virkir nemendur og list- og verkgreinar. Skólinn er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Nánari upplýsingar veitir sk...
Kennara vantar til starfa við Egilsstaðaskóla á Fljótsdalshéraði frá og með næsta skólaári. Meðal kennslugreina er umsjónarkennsla á miðstigi og sérkennsla. Í Egilsstaðaskóla eru 360 nemendur og 60 starfsmenn. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru teymikennsla, virkir nemendur og list- og verkgreinar. Skólinn er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Sigurlaug Jónasdóttir í síma 4700 608 eða 861 1326. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sigurlaug@egilsstadir.is.  
Við Nesskóla í Neskaupstað eru lausar stöður deildarstjóra sérkennslu og sérkennara. Starf deildarstjóra er 50% starf stjórnanda og 50% starf sérkennara, en starf sérkennara er 100%. Störfin eru laus frá og með 1. ágúst nk. Deildarstjóri sérkennslu annast alla skipulagningu sérkennslu í samráði við skólastjóra og er næsti yfirmaður sérkennara og stuðningsfulltrúa sem starfa við skólann á hverjum tíma.   Menntunar og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum æskileg Reynsla af sérkennslu æskileg Góð hæfni í samskiptum Góðir skipulagshæfileikar Góð þekking á stoðþjónustu   Nesskóli starfar í rúmgóðu og björtu húsnæði og ...
Laus er til umsóknar allt að 100% staða þroskaþjálfa/iðjuþjálfa við Grunnskóla Eskifjarðar. Næsti yfirmaður starfsmannsins er deildarstjóri sérkennslu.   Menntunar og hæfniskröfur: Starfsréttindi og / eða reynsla í þroskaþjálfun eða iðjuþjálfun. Góð hæfni til samskipta og samstarfs. Frumkvæði og faglegur metnaður. Ábyrgð í starfi og stundvísi. Skipulagshæfileikar.   Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2016. Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til nýrra starfsmanna að þeir búi að ríkulegri samskiptahæfni. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og SNS. Nánari upplýsingar um starfið veita Hilmar Sigurjónsson skólastjóri á hilmar@skol...