is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar í Garðabæ.    {slider Hofsstaðaskóli - umsjónakennari} Umsjónarkennari óskast í Hofsstaðaskóla fyrir skólaárið 2017-2018 Í Hofsstaðaskóla eru 540 nemendur í 1.-7. bekk og þar starfa yfir 80 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Á yngra stigi er lögð áhersla á teymiskennslu og mikið faglegt samstarf kennara. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastar...
auglýsir eftir fjölhæfum tónlistarkennum í 100% störf frá haustinu 2017. Aðalkennslugreinar eru píanó, fiðla og söngur auk námsgreina að sviði rytmískrar tónlistar. Nánari upplýsingar veitir Árni Sigurbjarnason skólastjóri í síma 894 9351. Frestur til að skila umsóknum er til 7. apríl nk. og skulu þær sendar á netfang:  
Eftirtaldar stöður eru lausar í leikskólum sveitarfélagsins frá ágúst 2017 Álfheimar Deildarstjórastaða, 100% starfshlutfall. Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Árbær Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Brimver/Æskukot Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Hulduheimar Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall. Jötunheimar Deildarstjórastaða, 100% starfshlutfall Leikskólakennarar, 100% starfshlutfall
Eftirtaldar stöður er lausar til umsóknar leik- og grunnskólum í Garðabæ:   {slider Leikskólinn Krakkakot - deildarstjóri} Náttúruleikskólinn Krakkakot óskar eftir deildastjóra Náttúruleikskólinn Krakkakot er sex deilda leikskóli staðsettur á Álftanesi í Garðabæ. Uppeldis og agastefna skólans er „Uppeldi til ábyrgðar“. Leikskólinn er Grænfánaskóli og eru dýr eins og hænur og kanínur hluti af skólastarfinu . Helsta náms og þroskaleið barna er hinn frjálsi og sjálfssprottni leikur barna og er leiknum gefið mikið rými í dagskipulagi skólans. Skólinn er hlýlegur og er lögð mikil áhersla á heimilislegt umhverfi og kærleiksrík samskipti sem einkennast af virðingu fyrir börnum, starfsfólki og foreldrum. Helstu verkefni og áb...
Tónskóli Neskaupstaðar óskar eftir að ráða til starfa kennara sem getur kennt bæði á Píanó og fiðlu. Um er að ræða 100% stöðu sem ráðið verður í frá og með 1. ágúst 2017. Umsækjandi þarf að eiga gott með mannleg samskipti, vera samviskusamur, skapandi og skipulagður. Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Tónskóli Neskaupstaðar var stofnaður árið 1956 og er rekinn af sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Við skólann starfa 5 kennarar, nemendur eru rúmlega eitt hundrað og er skólinn vel búinn hljóðfærum, bókum og öðrum kennslubúnaði. Tónskólinn er til húsa í nýuppgerðu húsnæði á neðstu hæð í Nesskóla, sem er grunnskólinn á staðnum og er mikil og góð samvinna á milli skólanna. Umsóknarfrestur um starfið er til 5. apríl 2017 o...
Nú er tækifæri til að ráða sig til starfa í frábærum leikskóla. Við erum að svipast um eftir kennurum til að koma til samstarfs við öflugan kennarahóp í Aðalþingi, í haust eða fyrr eftir atvikum. Aðalþing styðst við hugmyndafræði Loris Malaguzzi frá Reggio Emilia og hefur skólinn hlotið gott umtal. Nánari upplýsingar um starfið má fá á heimasíðu skólans , skólans og á þar sem eru sex myndbönd frá starfinu undanfarið ár. Við leitum að einstaklingum með starfsréttindi leikskólakennara. Jafnframt er gerð krafa um færni í vinsamlegum samskiptum og að umsækjendur hafi áhuga á að vinna í leikskóla sem starfar í anda Reggio Emilia og hafi brennandi áhuga á að læra meira með okkur Þeir sem heillast af starfi...
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 50% starf sem fyrst, vinnutími  frá klukkan 13:00 – 17:00.  Akrar er fjögra ára leikskóli í Akrahverfinu í Garðabæ. Í leikskólanum eru 97 börn. Grunngildi leikskólans eru: Virkni og vellíðan. Vellíðan barna er höfð í fyrirrúmi og starfið skipulagt út frá þátttöku og virkni barnanna. Sköpun, læsi , einingakubbar og tenging við samfélagið skipar stóran sess. Unnið er að innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar. Akrar eru lifandi vinnustaður með skemmtilegu og hressu starfsfólki í fararbroddi. Menntun, reynsla og hæfni Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun Reynsla af starfi með börnum Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi og fa...
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun. Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Agi – Lífsleikni.  Menntun, hæfni og reynsla: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg Ánægja af því að starfa með börnum Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu Góð íslenskukunnátta Um er að ræða 80% til 100% starfshlutfall frá 1.mars 2017. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri og Rósa B. A...
Hofsstaðaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara í teymiskennslu í 1. bekk vegna forfalla frá. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Í Hofsstaðaskóla eru 535 nemendur í 1.-7. bekk og þar starfa um 80 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastarfinu. Helstu verkefni og ábyrgð: Hafa umsjón með námshópi í teymiskennslu Standa vörð um nám og velfer...
Vegna forfalla vantar kennara á yngsta stig Salaskóla í Kópavogi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.  Salaskóli var stofnaður árið 2001. Í skólanum eru tæplega sex hundruð nemendur í 1. til 10. bekk og starfsmenn eru rúmlega áttatíu.  Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Karlsson skólastjóri í síma 821 1630 eða í gegnum netfangið .  Umsóknareyðublað er að finna á .