is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Álftanesskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara til að kenna m.a. stærðfræði og ensku á elsta stigi Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 450 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli er Grænfánaskóli og starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga. Nokkur mikilvæg þróunarverkefni eru í vinnslu í skólanum sem styrkt eru af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið hefur verið að þróun lestrarstefnu skólans og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kennsluhátta t.d. eftir vinnuaðferðum um „Vörður og vegvísir“. ...
Staða umsjónarkennara við er laus til umsóknar. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða umsjón á miðstig ásamt almennri bekkjarkennslu. Menntunar- og hæfniskröfur Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum. Góðir skipulagshæfileikar. Ábyrgð og stundvísi. Um 175 nemendur stunda nám við skólann sem staðsettur er í glæsilegu húsnæði með frábærri aðstöðu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2017. Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veita Ásta Ásgeirsdóttir skólastjóri, og ...
75% staða náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Eskifjarðar, Grunnskóla Reyðarfjarðar, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðarskóla er laus til umsóknar. Í skólunum eru u.þ.b. 400 nemendur á aldrinum 6-16 ára. Nánari upplýsingar um skólana er að finna á heimasíðu þeirra ,, og . Menntunar- og hæfniskröfur: • Hafa réttindi til að starfa við náms- og starfsráðgjöf. • Starfsreynsla æskileg. • Leiðtogahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði í starfi. • Lipurð í samskiptum. Helstu verkefni eru: • Persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur þannig að þeir eigi auðveldara með að átta sig á eigin áhugamálum og hæfileikum og setja sér raunhæf markmið. • Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi. • Veita nemend...
Leikskólinn Kæribær á Fáskrúðsfirði auglýsir lausar stöður leikskólakennara og deildarstjóra.  Hæfniskröfur:                                                                                    Leikskólakennaramenntun / eða sambærileg menntun. Færni í mannlegum samskiptum. Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur. Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Jákvæðni og áhugasemi. Stundvísi. Tilbúinn að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í leikskólastarfi. Í Kærabæ eru 55 börn á aldrinum 1-6 ára. Einkunnarorð skólans eru Kunnátta, kærleikur og kæti. Skólar í Fjarðabyggð eru að innleiða Uppbyggingarstefnuna. Lögð er ...
Deildarstjóri óskast á heilsuleikskólann Bæjarból, sem stendur við hornið á Bæjarbraut og Krókamýri í Garðabæ. Heilsuleikskólinn Bæjarból er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Í starfsmannahópnum er lögð áhersla á góð samskipti og samvinnu. Gott samstarf er á milli yngri barna deilda og unnið verður með þróunarverkefni í málörvun næsta vetur.  Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Sjálfsagi – Lífsleikni Helstur verkefni og ábyrgð: Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra Bera ábyrgð á stjórnun og skipulagningu deildarstarfsins Sjá um foreldrasamstarf Vera hluti af stjórnunarteymi leikskólans Hæfniskröfur: ...
Leikskólakennarar óskast á allar deildir frá 14. ágúst n.k. Leikskólinn er fjögurra deilda skóli fyrir börn á aldrinum 16 mánaða til 5 ára. Leikskólinn starfar í anda Reggio Emilia. Leitað er að metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum einstkaklingum með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa að vera tilbúinir til að taka þátt í uppeldi og menntun barna í nánu samstarfi við stjórnendur og hafa góða íslenskukunnáttu. Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður! Umsóknarfrestur er til 23. júní nk.  Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði. Umsóknareyðublöð má...
Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Kæribær er einnar deildar leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Störfin sem um ræðir eru: 100 % starf, frá 15. ágúst 2017. Menntun og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. • Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi. • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 10. júlí n.k. Umsóknum skal skilað til skólastjóra Heilsuleikskólans Kærabæjar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fin...
Staða umsjónarkennara við Grunnskólann á Eskifirði er laus til umsóknar. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða umsjón á miðstigi eða elsta stigi ásamt almennri bekkjarkennslu. Leitað er að kennara sem er reiðubúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans. Menntunar- og hæfniskröfur: Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, starfsreynsla er æskileg. Góð hæfni til samskipta og samstarfs. Frumkvæði og faglegur metnaður. Ábyrgð í starfi og stundvísi. Skipulagshæfileikar. Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til starfsmanna að þeir búi að ríkulegri ...
Laus er til umsóknar staða umsjónakennara við Nesskóla næsta skólaár. Um er að ræða kennslu á unglinga- eða miðstigi. Við Nesskóla stunda um 215 nemendur nám. Menntunar- og hæfniskröfur:         Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði.         Reynsla af kennslu æskileg.         Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.         Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.         Góðir skipulagshæfileikar.         Ábyrgð og stundvísi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2017. Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Einar Már Sigurðarson, skólastjóri í síma 477 1124 eða á ...
Sérkennslustjóri óskast til starfa á Heilsuleikskólann Holtakot. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á bóklegt nám gegnum hreyfingu og leik, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir „Uppeldi til ábyrgðar“. Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla lögð á metnaðarfullt starf. Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu • Si...