is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 50% starf sem fyrst, vinnutími  frá klukkan 13:00 – 17:00.  Akrar er fjögra ára leikskóli í Akrahverfinu í Garðabæ. Í leikskólanum eru 97 börn. Grunngildi leikskólans eru: Virkni og vellíðan. Vellíðan barna er höfð í fyrirrúmi og starfið skipulagt út frá þátttöku og virkni barnanna. Sköpun, læsi , einingakubbar og tenging við samfélagið skipar stóran sess. Unnið er að innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar. Akrar eru lifandi vinnustaður með skemmtilegu og hressu starfsfólki í fararbroddi. Menntun, reynsla og hæfni Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun Reynsla af starfi með börnum Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi og fa...
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun. Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Agi – Lífsleikni.  Menntun, hæfni og reynsla: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg Ánægja af því að starfa með börnum Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu Góð íslenskukunnátta Um er að ræða 80% til 100% starfshlutfall frá 1.mars 2017. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri og Rósa B. A...
Hofsstaðaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara í teymiskennslu í 1. bekk vegna forfalla frá. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Í Hofsstaðaskóla eru 535 nemendur í 1.-7. bekk og þar starfa um 80 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastarfinu. Helstu verkefni og ábyrgð: Hafa umsjón með námshópi í teymiskennslu Standa vörð um nám og velfer...
Vegna forfalla vantar kennara á yngsta stig Salaskóla í Kópavogi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.  Salaskóli var stofnaður árið 2001. Í skólanum eru tæplega sex hundruð nemendur í 1. til 10. bekk og starfsmenn eru rúmlega áttatíu.  Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Karlsson skólastjóri í síma 821 1630 eða í gegnum netfangið .  Umsóknareyðublað er að finna á .     
Lausar eru stöður leikskólakennara við leikskólann Heklukot á Hellu. Leitað er að fagmenntuðum jákvæðum kennurum (eða öðru uppeldismenntuðu fólki), körlum eða konum, með góða samskiptahæfni, sem eru tilbúnir að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá, starfslýsingar og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans. Hæfni:  Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Góð færni í mannlegum samskiptum. Góð íslenskukunnátta. Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Stundvísi, áreiðanleiki, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um hjá okkur. ATH að í Heklukoti er leikskólakennurum boðið uppá au...
Reyðarfjörður: Leikskólakennari Leikskólinn Lyngholt auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Leikskólinn er fimm deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum „Grænfána skóli“ og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1 janúar 2017. Um er að ræða 100% starf. Menntun, reynsla og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun áskilin Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði og faglegur metnaður Hæfni og áhugi á að vinna í hóp Reynsla af starfi með börnum Ábyrgð og stundvísi Góð íslenskukunnátta Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2016. Nánari upplýsinga...
Hofsstaðaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara í 6. bekk vegna forfalla frá 1. febrúar 2017. Í Hofsstaðaskóla eru 530 nemendur í 1.-7. bekk og þar starfa um 80 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Umsækjandi um starfið þarf að geta kennt ensku og stærðfræði auk almennrar bekkjarkennslu. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastarfinu. Helstu verkefni og ábyrgð: Hafa umsjón með námshópi ...
Á Seyðisfirði eru í boði störf í Seyðisfjarðarskóla, fyrir fólk sem hefur metnað og áhuga á að starfa í jákvæðu skólasamfélagi Við ætlum að ráða: Stjórnanda í listadeild Seyðisfjarðarskóla/ tónskólann, fullt starf Aðstoð í móttökueldhús leikskóladeildar, hlutastarf Leikskólakennara, fullt starf Stuðningsaðila með nemanda/í bekk Áhugasamir geta skoðað nánari lýsingu starfanna á nýju heimasíðu kaupstaðarins www.sfk.is. Umsóknarfrestir um miðjan mánuðinn eða næstu mánaðamót.  
Leikskólakennari sem hefur umhyggju, ríka þolinmæði áhuga á hreyfingu og næringu óskast á leikskólann Sunnuhvol. Leikskólinn Sunnuhvoll er tveggja deilda ungbarnaskóli sem leggur áherslu á hollan mat, hreyfingu og andlegt jafnvægi bæði hjá börnum og starfsfólki. Við leggjum mikið upp úr góðum samskiptum, snyrtimennsku, notalegu andrúmslofti og hlýlegu umhverfi. Ert þú til í að gera skólann okkar enn betri? Hringdu eða komdu í heimsókn, við munum taka vel á móti þér. Sjá nánar hvað starfið bíður upp á í myndbandi á . Menntun, hæfni og reynsla Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi Áhugasöm/samur um hreyfingu Reynsla af starfi á ungbarnaleikskóla Þolinmæði, jákvæðni, s...
Eftirtaldar kennarastöður við Egilsstaðaskóla eru lausar til umsóknar: Íþróttakennsla 100% starf frá 1. janúar 2017. Meðal kennslugreina eru sund og íþróttir. Um er að ræða tímabundna ráðningu. Kennsla nemenda með íslensku sem annað tungumál 50% starf frá 1. janúar 2017. Egilsstaðaskóli er 356 nemenda grunnskóli. Í skólanum er rík samvinnuhefð meðal starfsfólks og vinna allir kennarar saman í teymum. Áherslur í skólastarfinu eru auk teymiskennslu, á virka nemendur og list og verkgreinar. Umsóknarfrestur er til 14.desember 2016. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í tölvupósti til skólastjóra ruth@egilsstadir.is Nánari upplýsingar veita Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri ( ruth@egilsstadir.is ) Sigurbjörg Hvönn Kristjá...