is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Heilsuleikskólinn Holtakot er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur á Álftanesi í fallegu umhverfi. Áherslur leikskólans er Heilsustefnan, Leikur að læra, og Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er einnig að vinna með Grænfánann. Heimasíða leikskólans er Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum og býr yfir hæfni í samskiptum. Helstu verkefni og ábyrgð: Bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Menntun, hæfni og reynsla: Kennaramenntun eða önnur uppeldisfræðimenntun Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er ...
Álftanesskóli auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa vegna forfalla Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 10. bekk. Í skólanum eru 420 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga. Álftanesskóli er Grænfánaskóli. Nokkur mikilvæg þróunarverkefni eru í vinnslu í skólanum sem styrkt eru af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið hefur verið að þróun lestrarstefnu skólans með það að markmiði að bæta námsárangur og færni með verkefninu ,, Læsi til árangurs“ og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kenns...
Heilsuleikskólinn Heiðarsel í Reykjanesbæ auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Leikskólinn er fjögurra deilda og hefur starfað samkvæmt viðmiðum Heilsustefnunnar frá 2004 þar sem markmiðin eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi, stærðfræði og tónlist.  Einkunnarorð skólans eru: hreyfing, næring, listsköpun og leikur. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Um er að ræða 50% starf eftir hádegi með möguleika á fullu starfi frá áramótum Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun æskileg Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði og faglegur metnaður Samskiptahæf...
Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Áherslur leikskólans eru á sköpun og lífsleikni ásamt náttúru og umhverfi. Leikskólinn starfar í anda fjölgreindakenningar Howards Gardner ásamt því að vinna með vináttuverkefni, Lubbi finnur málbein, Numicon og fleira. Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja. Heimasíða leikskólans er: www.kirkjubolid.is  Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Rúmlega 40% starfsmanna á Kirkjubóli eru fagmenntaðir og viljum við gjarnan auka fjölda þeirra í starfsmannahópnum. Við leitum að jákvæðum, stundv...
Leikskólinn Kópahvoll tók til starfa árið 1970 og er staðsettur á fallegum stað í austurbæ Kópavogs, við Víghól sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Kópahvoll er fjögurra deilda leikskóli og þar dvelja 80 börn. Húsakynni og umhverfi leikskólans býður upp á spennandi tækifæri til náms og starfa fyrir börn og starfsfólk. Einkunnarorð skólans eru: Leikur - List - Lífsleikni.   Menntunar og hæfniskröfur: Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun Lipurð og sveiganleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði í starfi Færni í mannlegum samskiptum Góð íslenskukunnátta   Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og starfshlutfallið er 100%. Umsóknarfrestur er til 16. ok...
Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Áherslur leikskólans eru á sköpun og lífsleikni ásamt náttúru og umhverfi. Leikskólinn starfar í anda fjölgreindakenningar Howards Gardner ásamt því að vinna með vináttuverkefni, Lubbi finnur málbein, Numicon og fleira. Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja. Heimasíða leikskólans er: .  Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Rúmlega 40% starfsmanna á Kirkjubóli eru fagmenntaðir og viljum við gjarnan auka fjölda þeirra í starfsmannahópnum. Við leitum að stundvísum, skipulögðum,...
Hofsstaðaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara í teymiskennslu í 2. bekk vegna forfalla. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Í Hofsstaðaskóla eru um 555 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastarfinu. Helstu verkefni og ábyrgð: Að hafa umsjón með námshópi í teymiskennslu Að standa vörð um nám ...
  Eftirfarandi störf eru laus í leik- og grunnskólum Garðabæjar: {slider Leikskólinn Akrar óskar eftir leikskólakennara til starfa} Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf sem fyrst. Akrar er fimm ára leikskóli í Akrahverfinu í Garðabæ. Í leikskólanum eru 96 börn. Grunngildi leikskólans eru: Virkni og vellíðan. Vellíðan barna er höfð í fyrirrúmi og starfið skipulagt út frá þátttöku og virkni barnanna. Sköpun, læsi og einingakubbar skipa stóran sess í leikskólanum. Unnið er að innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar. Lifandi vinnustaður með skemmtilegu og hressu starfsfólki í fararbroddi.   Menntun, reynsla og hæfni: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Reynsla af starfi ...
Leikskólinn Dalborg auglýsir eftir tveimur leikskólakennurum til starfa. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum skóli á grænni grein og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 100% starf. Menntun, reynsla og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun áskilin Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði og faglegur metnaður Hæfni og áhugi á að vinna í hóp Reynsla af starfi með börnum Ábyrgð og stundvísi Góð íslenskukunnátta Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.  Umsóknarfrestur er til 10.október Nánari upplýsingar gefur Þórdís Mjöll Benediktsdótti...
Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli og að jafnaði dvelja þar um 40-45 börn frá 9 mánaða aldri. Okkur vantar deildarstjóra á miðdeildina okkar en þar dvelja 15 börn á aldrinum 2-4 ára. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður mjög góður. Hér er góður starfsmannahópur, yndisleg börn og jákvæðir foreldrar. Umhverfi leikskólans bíður upp á óendanlega möguleika. Ef þú ert leikskólakennari sem vilt vera virkur hluti liðsheildar, jákvæður og skapandi þá ættirðu ekki að hika. Við erum falin perla rétt fyrir utan Selfoss. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Metnaður og áhugi fyrir faglegu leikskólastarfi Frumkvæði og jákvæðni Sjálf...