is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Waldorfskólinn Lækjarbotnum auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa í hlutastarf.  Skólinn er staðsettur 10 km fyrir austan Árbæ í yndislegri náttúru sem hefur skapandi og nærandi áhrif á nemendur og starfsfólk skólans. Náms- og starfsráðgjafi kemur til okkar 2 daga í mánuði að jafnaði, vinnutími er mjög sveigjanlegur. Helstu verkefni: að aðstoða nemendur sem eru að ljúka 10. bekk við val og umsókn um framhaldsskóla, að taka þátt í forvarnarverkefnum skólans, að vera trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá  eða í síma 587-4499 hjá Írisi eða Inger.   
auglýsir eftir leikskólasérkennara/þroskaþjálfa í 100% starfshlutfall frá og með 2. janúar 2018. Helstu verkefni og ábyrgð: • að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólasérkennara • veita nemendum stuðning í daglegu starfi leikskólans • að skipuleggja og halda utan um sérkennslu nemenda Hæfniskröfur: • leikskólakennaramenntun/þroskaþjálfamenntun • reynsla af starfi með börnum • færni í mannlegum samskiptum • sjálfstæð vinnubrögð • jákvæðni og áhugasemi • færni til að tjá sig í ræðu og riti Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 12. desember 2017. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Nánari ...
starfar eftir aðalnámsskrá leikskóla og kennsluaðferðum Leikur að læra. Leikskólinn stefnir á að verða einn af LAL-skólum landsins og í haust hófst innleiðingarár í samstarfi við forsvarsmenn LAL-teymisins. Lögð er áhersla á vinnu með málörvun, læsi og hreyfingu og einkunnarorð skólans eru umhyggja, leikur og öryggi. Í haust flutti leikskólinn Undraland í Hveragerði í nýtt og stærra húsnæði. Húsið er 6 deilda skóli en í janúar 2018 verðum við með 5 deildir starfandi og þar dvelja börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára á aldursskiptum deildum. Frá og með 1. janúar 2018 óskum við eftir að ráða leikskólakennara í lausar stöður. Um er að ræða stöður með 100% starfshlutfall. Helstu verkefni og ábyrgð: Leikskólakennari: Vinnur sa...
Tónlistarskólinn í Grindavík auglýsir eftir fiðlukennara í hlutastarf frá og með 1. janúar 2018. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist fyrir 12. desember til Renötu Ivan, aðstoðarskólastjóra tónlistarskólans á netfangið .  Nánari upplýsingar um starfið gefur aðstoðarskólastjóri í síma 420-1138 eða í gegn um netfangið .  
Álftanesskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta stigi frá 1. janúar 2018 Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 10. bekk. Í skólanum eru 450 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli er Grænfánaskóli og starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga. Nokkur mikilvæg þróunarverkefni eru í vinnslu í skólanum sem styrkt eru af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið hefur verið að þróun lestrarstefnu skólans og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kennsluhátta t.d. eftir vinnuaðferðum um ,,Vörður og vegvísir“. Helstu verkefni og ábyrgð ...
Heilsuleikskólinn Holtakot er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur á Álftanesi í fallegu umhverfi. Áherslur leikskólans er Heilsustefnan, Leikur að læra, og Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er einnig að vinna með Grænfánann. Heimasíða leikskólans er Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum og býr yfir hæfni í samskiptum. Helstu verkefni og ábyrgð: Bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Menntun, hæfni og reynsla: Kennaramenntun eða önnur uppeldisfræðimenntun Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er ...
Álftanesskóli auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa vegna forfalla Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 10. bekk. Í skólanum eru 420 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga. Álftanesskóli er Grænfánaskóli. Nokkur mikilvæg þróunarverkefni eru í vinnslu í skólanum sem styrkt eru af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið hefur verið að þróun lestrarstefnu skólans með það að markmiði að bæta námsárangur og færni með verkefninu ,, Læsi til árangurs“ og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kenns...
Heilsuleikskólinn Heiðarsel í Reykjanesbæ auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Leikskólinn er fjögurra deilda og hefur starfað samkvæmt viðmiðum Heilsustefnunnar frá 2004 þar sem markmiðin eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi, stærðfræði og tónlist.  Einkunnarorð skólans eru: hreyfing, næring, listsköpun og leikur. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Um er að ræða 50% starf eftir hádegi með möguleika á fullu starfi frá áramótum Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun æskileg Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði og faglegur metnaður Samskiptahæf...
Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Áherslur leikskólans eru á sköpun og lífsleikni ásamt náttúru og umhverfi. Leikskólinn starfar í anda fjölgreindakenningar Howards Gardner ásamt því að vinna með vináttuverkefni, Lubbi finnur málbein, Numicon og fleira. Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja. Heimasíða leikskólans er: www.kirkjubolid.is  Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Rúmlega 40% starfsmanna á Kirkjubóli eru fagmenntaðir og viljum við gjarnan auka fjölda þeirra í starfsmannahópnum. Við leitum að jákvæðum, stundv...
Leikskólinn Kópahvoll tók til starfa árið 1970 og er staðsettur á fallegum stað í austurbæ Kópavogs, við Víghól sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Kópahvoll er fjögurra deilda leikskóli og þar dvelja 80 börn. Húsakynni og umhverfi leikskólans býður upp á spennandi tækifæri til náms og starfa fyrir börn og starfsfólk. Einkunnarorð skólans eru: Leikur - List - Lífsleikni.   Menntunar og hæfniskröfur: Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun Lipurð og sveiganleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði í starfi Færni í mannlegum samskiptum Góð íslenskukunnátta   Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og starfshlutfallið er 100%. Umsóknarfrestur er til 16. ok...