is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Laus er til umsóknar staða skólastjóra Þelamerkurskóla í Eyjafirði til afleysingar í eitt ár. Þelamerkurskóli er grunnskóli fyrir 1. - 10. bekk og er staðsettur að Laugalandi í Hörgársveit. Nemendur skólans koma úr Hörgársveit og á skólaárinu 2017 - 2018 eru nemendur 70. Skólinn telst meðal fámennra skóla og miðast samkennsla árganga við fimm námshópa. Skólinn er vel í sveit settur þegar litið er til staðsetningar og aðbúnaðar. Í því sambandi má nefna aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar. Í gegnum tíðina hefur hvoru tveggja verið nýtt til að móta sérstöðu skólans; útiskólann og HHH-verkefnið (hollusta, hreyfing, hreysti). Skólinn flaggar Grænfánanum ásamt því að leggja áherslu á upplýsingatækni í starfi sínu. Einkennisorð ...
Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 530 nemendur, en hann er rekinn á tveimur starfsstöðvum, í Mýrarhúsaskóla (1.-6. bekkur) og Valhúsaskóla (7.-10. bekkur). Í Skólaskjóli/frístund, lengdri viðveru fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru um 160 nemendur. Við skólann starfa um 100 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga, agastefnu sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Einkunnarorð hans eru virðing - ábyrgð - vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn er í miklu samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness, félagsmiðstöðina Selið og íþróttafélagið Gróttu...
Urriðaholtsskóli er nýr leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-15 ára og mun leikskóladeild taka til starfa í byrjun árs 2018. Við auglýsum eftir deildarstjórum á leikskólastig til að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt skólasamfélag. Samstarf verður einkennandi fyrir alla starfshætti bæði á meðal nemenda og starfsmanna svo og milli skólastiga. Í Garðabæ er lögð rík áhersla á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi sem felst meðal annars í því að foreldrar hafa fullt frelsi um val á skóla fyrir börn sín. Leik- og grunnskólar Garðabæjar skapa sér sérstöðu í áherslum sínum til að koma sem best til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda og verður það verkefni starfsmanna að koma að stefnumótun skólans. Þá styrkir ...
Við á leiksķólanum Sólstöfum óskum eftir starfsmanni á deild. Staðan er laus nú þegar. Starfsmaðurinn þarf að hafa mikinn áhuga á börnum, vera hlýr, ábyrgur, skapandi og tilbúinn að vinna eftir kenningum Rudolf Steiner. Við erum að leita eftir framtíðarstarfsmanni. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í gegnum tölvupóst, eða í síma 552-3222. 
Umsjónarkennari á miðstig óskast til starfa við Flataskóla skólaárið 2018 – 2019. Um 100% starfshlutfall er að ræða. Flataskóli í Garðabæ er barnaskóli þar sem rúmlega 500 börn stunda nám frá 4 ára til 12 ára. Í skólanum vinna allir starfsmenn að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af metnaði, vellíðan og öflugri menntun. Þar ríkir góður starfsandi og aðstaða er góð. Skólinn nýtir spjaldtölvur í skólastarfinu auk notkunar á öðrum tækni- og tölvubúnaði. Helstu verkefni og ábyrgð: • Að standa vörð um nám og velferð nemenda • Að vera í samstarfi við foreldra nemenda • Að taka þátt í þróun skólastarfsins með samstarfsmönnum Hæfniskröfur: • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi • Góð samskipta- og skipulag...
Flataskóli auglýsir eftir tónmenntakennara og kórstjóra í 100% stöðu frá og með 1.ágúst 2018. Flataskóli í Garðabæ er barnaskóli þar sem rúmlega 500 börn stunda nám frá 4 ára til 12 ára. Í skólanum vinna allir starfsmenn að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af metnaði, vellíðan og öflugri menntun. Þar ríkir góður starfsandi og aðstaða er góð. Skólinn nýtir spjaldtölvur í skólastarfinu auk notkunar á öðrum tækni- og tölvubúnaði. Í Flataskóla er rík hefð fyrir tónlistarkennslu og allur aðbúnaður eins og best verður á kosið. Helstu verkefni og ábyrgð: • Að kenna tónmennt og sjá um morgunsamveru nemenda • Að stýra kór skólans • Að taka þátt í þróun skólastarfsins með samstarfsmönnum Hæfniskröfur: • Leyfisbréf ti...
Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Áherslur leikskólans eru á sköpun og lífsleikni ásamt náttúru og umhverfi. Leikskólinn starfar í anda fjölgreindakenningar Howards Gardner ásamt því að vinna með vináttuverkefni, Lubbi finnur málbein, Numicon og fleira. Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja. Heimasíða leikskólans er: .  Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefna- og þróunarsjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Rúmlega 40% starfsmanna á Kirkjubóli eru fagmenntaðir og viljum við gjarnan auka fjölda þeirra í starfsmannahópnum. Við leitum að stundvísum, á...
Leikskólinn Gefnarborg í Garði auglýsir eftir leikskólakennara/þroskaþjálfara.  Gefnarborg er einkarekinn fjögurra deilda leikskóli í Garðinum. Í Gefnarborg er unnið metnaðarfullt starf með áherslu á virðingu og jákvæðni, samskipti, læsi, fjölmenningu og umhverfismennt.  Flottur, samhentur hópur starfar í leikskólanum og vel tekið á móti nýju starfsfólki. Umhverfið í kringum Gefnarborg er einstakt, með fjölbreyttum og fallegum náttúruperlum sem bjóða upp á fjölbreytta kennslu.  Leikskólastjóri er Ingibjörg Jónsdóttir, og vefslóð er.   
Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Leikskóladeild skólans tekur til starfa í mars 2018. Auglýst er eftir áhugasömum leikskólakennurum til að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt skólasamfélag. Samstarf verður einkennandi fyrir alla starfshætti bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Helstu verkefni: Vinnur að uppeldi og menntun barna Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans Foreldrasamstarf Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun Ánægja af því að starfa með börnum Reynsla af skólastarfi eða öðru starfi með börnum æskileg Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskipta...
Lundaból auglýsir eftir leikskólakennara eða öðrum uppeldismenntuðum starfsmanni til starfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Lundaból er þriggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu íbúahverfi í Garðabæ. Í Lundabóli viljum við búa börnunum hlýlegt, öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Lögð er áhersla á jákvæð samskipti, umburðarlyndi og virðingu. Jafnframt læra börnin lýðræðisleg vinnubrögð, jákvæðan aga og festu. Ásamt því að virða umhverfi sitt og náttúruna. Í Lundabóli er mikið af fagfólki og stöðugt starfsmannahald. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á að umhverfið einkennist af gleði, virðingu og samvinnu. Í Lundabóli er góður starfsandi og gott að vera. Starfssvið: • Vinnur að...