is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 420 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli er Grænfánaskóli og starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.Nokkur mikilvæg þróunarverkefni eru í vinnslu í skólanum sem styrkt eru af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið hefur verið að þróun lestrarstefnu skólans og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kennsluhátta t.d. eftir vinnuaðferðum um ,,Vörður og vegvísir“. Helstu verkefni og ábyrgð • Að vera umsjónarkennari í námshópi • Að standa vörð um nám og velferð neme...
Í Hofsstaðaskóla eru 560 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Læsi skipar stóran sess á báðum skólastigum þar sem áhersla er lögð á lesskilning og ritun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda skólastefnu Garðabæjar. Þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Síðastliðin ár hafa ýmis þróunarverkefni verið unnin í skólanum s.s. um markmiðsetningu, námsmat, stærðfræði, íslensku, upplýsingatækni o.fl. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar. Við skólann ...
Umsjónarkennari óskast til starfa í Hofsstaðaskóla skólaárið 2018-2019. Í Hofsstaðaskóla eru 560 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Læsi skipar stóran sess á báðum skólastigum þar sem áhersla hefur verið lögð á lesskilning og ritun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda skólastefnu Garðabæjar. Þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Síðastliðin ár hafa ýmis þróunarverkefni verið unnin í skólanum s.s. um markmiðsetningu, námsmat, stærðfræði, íslensku, upplýsingatækni o.fl. Vel er búið a...
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara, grunnskólakennara, íþróttakennara, uppeldis – og menntunarfræðingi eða starfsmanni með aðra hagnýta menntun til að bætast í okkar góða starfsmannahóp og bera ábyrgð á markvissri hreyfingu. Gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á hreyfingu, íþróttum, jóga og almennri heilsueflingu en leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Öll börn leikskólans fara í markvissar hreyfistundir í hverri viku. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Agi – Lífsleikni. Menntun, hæfni og reynsla: Kennaramenntun,...
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara, grunnskólakennara, uppeldis – og menntunarfræðingi eða starfsmanni með aðra hagnýta menntun til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja öðlast reynslu í stjórnunarstarfi en leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka laun sín.við Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Agi – Lífsleikni. Menntun, hæfni og reynsla: Kennaramenntun, uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskile...
Laus er til umsóknar staða skólastjóra Þelamerkurskóla í Eyjafirði til afleysingar í eitt ár. Þelamerkurskóli er grunnskóli fyrir 1. - 10. bekk og er staðsettur að Laugalandi í Hörgársveit. Nemendur skólans koma úr Hörgársveit og á skólaárinu 2017 - 2018 eru nemendur 70. Skólinn telst meðal fámennra skóla og miðast samkennsla árganga við fimm námshópa. Skólinn er vel í sveit settur þegar litið er til staðsetningar og aðbúnaðar. Í því sambandi má nefna aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar. Í gegnum tíðina hefur hvoru tveggja verið nýtt til að móta sérstöðu skólans; útiskólann og HHH-verkefnið (hollusta, hreyfing, hreysti). Skólinn flaggar Grænfánanum ásamt því að leggja áherslu á upplýsingatækni í starfi sínu. Einkennisorð ...
Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 530 nemendur, en hann er rekinn á tveimur starfsstöðvum, í Mýrarhúsaskóla (1.-6. bekkur) og Valhúsaskóla (7.-10. bekkur). Í Skólaskjóli/frístund, lengdri viðveru fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru um 160 nemendur. Við skólann starfa um 100 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga, agastefnu sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Einkunnarorð hans eru virðing - ábyrgð - vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn er í miklu samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness, félagsmiðstöðina Selið og íþróttafélagið Gróttu...
Urriðaholtsskóli er nýr leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-15 ára og mun leikskóladeild taka til starfa í byrjun árs 2018. Við auglýsum eftir deildarstjórum á leikskólastig til að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt skólasamfélag. Samstarf verður einkennandi fyrir alla starfshætti bæði á meðal nemenda og starfsmanna svo og milli skólastiga. Í Garðabæ er lögð rík áhersla á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi sem felst meðal annars í því að foreldrar hafa fullt frelsi um val á skóla fyrir börn sín. Leik- og grunnskólar Garðabæjar skapa sér sérstöðu í áherslum sínum til að koma sem best til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda og verður það verkefni starfsmanna að koma að stefnumótun skólans. Þá styrkir ...
Við á leiksķólanum Sólstöfum óskum eftir starfsmanni á deild. Staðan er laus nú þegar. Starfsmaðurinn þarf að hafa mikinn áhuga á börnum, vera hlýr, ábyrgur, skapandi og tilbúinn að vinna eftir kenningum Rudolf Steiner. Við erum að leita eftir framtíðarstarfsmanni. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í gegnum tölvupóst, eða í síma 552-3222. 
Umsjónarkennari á miðstig óskast til starfa við Flataskóla skólaárið 2018 – 2019. Um 100% starfshlutfall er að ræða. Flataskóli í Garðabæ er barnaskóli þar sem rúmlega 500 börn stunda nám frá 4 ára til 12 ára. Í skólanum vinna allir starfsmenn að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af metnaði, vellíðan og öflugri menntun. Þar ríkir góður starfsandi og aðstaða er góð. Skólinn nýtir spjaldtölvur í skólastarfinu auk notkunar á öðrum tækni- og tölvubúnaði. Helstu verkefni og ábyrgð: • Að standa vörð um nám og velferð nemenda • Að vera í samstarfi við foreldra nemenda • Að taka þátt í þróun skólastarfsins með samstarfsmönnum Hæfniskröfur: • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi • Góð samskipta- og skipulag...