is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining með um 200 börnum. Í skólanum eru 10 deildir á þremur starfsstöðvum, Mánabrekku og Sólbrekku við Suðurströnd og Holti í Seltjarnarneskirkju. Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því samkvæmt hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og fullorðna í frjóu og skapandi umhverfi. Leikskólakennari, fullt starf Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og starfsleyfi sem leikskólakennari eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi. • ...
Tónlistarskóli Seltjarnarness sinnir almennri tónlistarmenntun Seltirninga, með áherslu á grunn- og framhaldsskólaaldur. Um 250 nemendur stunda nám við skólann, sem býður upp á grunn-, mið- og framhaldsnám í hljóðfæraleik. Tónlistarskólinn er einn af burðarásum í menningarlífi Seltjarnarnesbæjar auk þess sem hann á í miklu samstarfi við leik- og grunnskóla bæjarins og íþróttafélagið Gróttu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til fiðlukennslu í hlutastarf frá haustinu 2018.  Menntunar- og hæfniskröfur: • Framhaldspróf í fiðluleik eða samsvarandi menntun • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af kennslu  Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Launakjö...
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara, grunnskólakennara, uppeldis – og menntunarfræðingi eða starfsmanni með aðra hagnýta menntun til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Agi – Lífsleikni. Menntun, hæfni og reynsla: • Kennaramenntun, uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg • Ánægja af því að starfa með börnum • Áhugi á heilsueflandi leiksk...
Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 530 nemendur, en hann er rekinn á tveimur starfsstöðvum, í Mýrarhúsaskóla (1.-6. bekkur) og Valhúsaskóla (7.-10. bekkur). Í Skólaskjóli/frístund, lengdri viðveru fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru um 160 nemendur. Við skólann starfa um 100 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar-uppbyggingu sjálfsaga, agastefnu sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Einkunnarorð hans eru virðing – ábyrgð – vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn er í miklu samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness, félagsmiðstöðina Selið og íþróttafélagið Gróttu. ...
Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa málmblásturskennara í allt að 10 klst. á viku á Selfossi frá hausti 2018. Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Menntunar- og hæfniskröfur • Tónlistarkennaramenntun • Reynsla af tónlistarkennslu æskileg • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Upplýsingar gefa Helga Sighvatsdóttir skólastjóri í síma 861-9687 eða Jóhann Stefánsson aðstoðarskólastjóri í síma 864-1235. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2018. Umsóknir sendist á netfang skólans . Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til og Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með starfsemi á 12 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 600 og um 30 kennarar sta...
Eftirtaldar stöður við leikskóla Fjarðabyggðar eru lausar næsta skólaár: Leikskólinn Eyrarvellir Norðfirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar. Leikskólinn Dalborg Eskifirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar. Leikskólinn Lyngholt Reyðarfirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar. Leikskólinn Kæribær Fáskrúðsfirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar.   Leikskólar í Fjarðabyggð starfa í anda fjölgreindarkenningar Howards Gardners. Áhersla á læsi og stærðfræði hafa verið í starfi leikskólanna í vetur. Þá vinna allir skólar í Fjarðabyggð eftir uppeldi til ábyrgðar og ART.   Menntun, reynsla og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun er áskilin. Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum. ...
Heilsuleikskólinn Heiðarsel í Reykjanesbæ auglýsir stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar frá og með 8. ágúst 2018. Leikskólinn Heiðarsel er Heilsuleikskóli sem starfar eftir Heilsustefnunni. Áhersla er lögð á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi. Aðrir áhersluþættir leikskólans eru málörvun/læsi, stærðfræði og tónlist. Menntun og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun góð íslensku kunnátta áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji færni í mannlegum samskiptum sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Helstu verkefni og ábyrgð: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lö...
Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 530 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Nemendum er að fjölga í skólanum og því þurfum við að fá fleiri góða kennara til liðs við okkur. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Skólinn er í rótgrónu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennir framhaldsskólaáfanga sem eru metnir til eininga í FG. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garð...
Heiluleikskólinn Holtakot óskar eftir deildarstjóra og leikskólakennara í 100% stöður. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir „Uppeldi til ábyrgðar“. Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf. Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.   AUGLÝST ER EFTIR: {slider Deildarstjóra} Helstu verkefni og ábyrgð Vinnur að uppeldi og menntun barna. Vi...
Hólabrekkuskóli auglýsir starf kennara við heimilisfræðikennslu. Um er að ræða 100% ótímabundið starf frá 1. ágúst 2018. Einnig eru lausar til umsóknar stöður kennara á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi. Mikil gróska einkennir skólaþróun í Hólabrekkuskóla og er áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og uppbyggileg og gefandi samskipti. Skólinn tekur þátt í Breiðholtsverkefnum Læsi allra mál og Heilsueflandi Breiðholt, einnig er hann þátttakandi í evrópsku samstarfi. Hólabrekkuskóli er heildstæður grunnskóli frá 1. - 10. bekk með um 500 nemendur og 70 starfsmenn. Leiðarljós skólans er virðing, gleði og umhyggja. Ef þú ert framsækinn kennari og hefur brennandi áhuga á námi og kennslu þá viljum við í Hóla...