is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Sérkennara vantar í 50-100% stöðu við leikskólann Heklukot á Hellu. Leikskólinn er 4 deilda leikskóli með 68 börnum, þar sem starfa 27 kennarar og starfsmenn. Í Heklukoti er unnið eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir markmiðum heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar nk. Hægt er að sækja um á  undir flipanum Um leikskólann og svo Starfsumsóknir. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri í síma 488 7045 eða með tölvupósti á heklukot@ry.is. .
Fiðluleikari, nýkominn til landsins eftir dvöl erlendis, leitar að vinnu við kennslu sem nemur allt að 66% starfi. Forfallakennsla kemur einnig til greina. Viðkomandi hefur kennt bæði klassíska tónlist og þjóðlagatónlist í mörg ár.  Upplýsingar um menntun og prófgráður Diploma of the Royal Scottish Academy of Music and Drama (Glasgow) 1978 Postgraduate Diploma in Scottish Music, Royal Scottish Academy of Music and Drama 2007 Kennarinn býður jafnframt upp á stutt námskeið í þjóðlagatónlist. Slík námskeið eru tilvalin fyrir litla hópa þar sem inntakið er sniðið að þörfum hvers og eins. Námskeið fyrir fullorðna eru einnig í boði. Til að fá nánari upplýsingar þá endilega hafið samband: Wilma Young, Hofsbraut...
Leikskóli Vesturbyggðar auglýsir eftir tveimur leikskólakennurum. Um er að ræða 100% starf. Leikskóli Vesturbyggðar er tveggja starfstöðva leikskóli með allt að 70 nemendur. Starfstöðvarnar eru Araklettur á Patreksfirði og Tjarnarbrekka á Bíldudal.  Leikskólinn starfar eftir Lífsmenntarstefnunni (Living Values Based Education).  Hæfniskröfur:  Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Nánari upplýsingar veitir Helga Bjarnadóttir leikskólastjóri í síma 450 2343 eða í gegnum tölvupóst; .  Sett á vef 2. febrúar 2016.       
Leikskólinn Lyngholt auglýsir stöðu sérkennslustjóra til eins árs og gæti verið til frambúðar. Leikskólinn er fimm deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum „Grænfána skóli“ og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Starfssvið: Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu, stuðning, fræðslu og ráðgjöf Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og fræðslu- og frístun...
Tónlistarkennari óskar eftir starfi. Viðkomandi útskrifaðist úr blásarakennardeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1987. Er með mikla reynslu og hefur kennt á hin ýmsu hljóðfæri auk þess að stjórna hljómsveitum o.fl. Upplýsingar: Einar Bragi, s: 785-1241 eða 897-4265, netfang: saxi@centrum.is.
Get bætt við mig kennslu næsta vetur, þ.e. á komandi skólaári (á höfuðborgarsvæðinu). Kenni á flest tréblásturshljóðfæri og hef langa kennslureynslu frá tónlistarskólum á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma eða með því að senda tölvupóst. Gunnar s: 462-5747, 866-5747 / gunnarto@gmail.com