is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar í leikskólann Krakkaborg í Flóahreppi. Krakkaborg er þriggja deilda og að jafnaði dvelja þar um 40-45 börn frá 9 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Krakkaborg er í fimm mínútna akstri frá Selfossi. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun Góð færni í mannlegum samskiptum Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi Skipulagshæfni Frumkvæði Sjálfstæði í vinnubrögðum Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 29. ...
óskar eftir að ráða áhugasama grunnskólakennara til starfa næsta skólaár, 2016-2017. Grunnkólinn er Heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Alls eru 225 nemendur í 1.-10. bekk í Sandgerði. Sjá nánar um skólann á . Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og starfi með börnum. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og geta hafið störf frá og með 15. ágúst.   Grunnskólakennara vantar í eftirfarandi störf: Umsjónarkennslu á yngsta stig Umsjónarkennslu á miðsstig Stærðfræðikennslu á unglingastig Upplýsinga- og tæknimen...
Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir skólastjóra við Seyðisfjarðarskóla frá og með næsta skólaári eða 1. ágúst 2016. Í starfinu felst ábyrgð á rekstri skólans, daglegu starfi og forysta um mótun faglegrar stefnu og framkvæmd hennar. Skólinn verður við upphaf næsta skólaárs samrekinn leik- og grunnskóli með listadeild sem inniheldur auk hefðbundins tónlistarnáms, myndmennt og fleiri listgreinar. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og gefandi starf, og að veita forystu við uppbyggingu og breytingar sem leiða af sameiningunni. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2016. Sjá og á . Umsóknum skal skilað á skrifstofu kaupstaðarins eða í tölvupósti á netfangið sfk@sfk.is á eyðublaði sem ...
Við Tónlistarskóla Rangæinga stunda 170 nemendur nám í einkatímum og 121 í forskóla. Kennt er eftir Aðalnámskrá tónlistarskóla. Skólinn rekur þrjú útibú, á Hellu, Hvolsvelli og á Laugalandi. Sjá nánar á . Við skólann eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Starf fiðlu- og forskólakennara - 100% starf. Starf suzukipíanókennara - 100% starf. Starf stundakennara á klarinettu og saxófón.   Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á viðkomandi hljóðfæri og kennslureynslu, hafi einlægan áhuga á því að vinna með börnum og taka þátt í uppbyggingu á innra og ytra starfi skólans. Umsóknir um störfin ásamt ferilskrá sendist á tonrang@tonrang.is. Umsóknarfrestur er til 6. maí 2016. Öllum umsóknum verður svarað ...
Tónlistarskóli Stykkishólms óskar eftir tveimur tónlistarkennurum. Annars vegar tréblásturskennara í allt að 100% starfshlutfall og hins vegar málmblásturskennara í allt að 100% starfshlutfall í afleysingu í eitt ár. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Frekari upplýsingar gefur skólastjórinn Jóhanna Guðmundsdóttir í síma 433 8140 eða 864 9254. Sjá auglýsingu  eða smellið á myndina.
Tvær spennandi stöður eru nú lausar til umsóknar í leikskólanum á Hvolsvelli. Leikskólastjóri Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í sveitarfélaginu. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í leikskólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Æskilegt er að leikskólastjóri hafi búsetu í Rangárþingi eystra. Starfssvið Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi Fagleg forysta  Ráðningar og stjórnun starfsfólks  Um 100% starf er að ræða. Menntunarkröfur: Leikskólakennaramenntun er áskilin. Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg.  Ráðningin er ti...
Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði auglýsir eftir deildarstjórum á þrjár deildir sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnutími 8:00-16:00. Sólvellir er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016 -´17 verður fjöldi nemenda á bilinu 50 -55 Á Sólvöllum erum við að kynna okkur Montessori kennsluhætti með það í huga að starfa eftir þeim kenningum í framtíðinni. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg Færni í mannlegum samskiptum Frumkvæði í starfi Jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta. Nánari upplýsingar um stör...
Auglýst er eftir skólastjóra við Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári. Í Egilsstaðaskóla eru nú um 360 nemendur í 1. – 10. bekk og um 60 starfsmenn. Skólinn er mannaður réttindafólki í öllum stöðum og rík samvinnumenning er meðal starfsfólks. Skólinn er til húsa í nýju og nýendurgerðu húsnæði og er aðstaða til fyrirmyndar, einkum til kennslu í list- og verkgreinum og náttúrufræði. Áherslur skólans samkvæmt nýrri skólanámskrá eru virkir nemendur, teymiskennsla og list og verkgreinar. Grunngildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Hæfniskröfur: Grunnskólakennaramenntun er skilyrði Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg Reynsla af stjórnunarstörfum Færni í mannlegum samskiptum, metnaður, frumkvæði og ...
Aðstoðarskólastjórar Vegna skipulagsbreytinga er auglýst er eftir tveimur aðstoðarskólastjórum við Grunnskóla Hornafjarða sem geti hafið störf frá og með 1. ágúst n.k. Aðstoðarskólastjórarnir sjá um daglegt skólastarf á sitt hvoru skólastiginu, halda utan um stoðþjónustu auk þess að vera hluti af stjórnendateymi skólans og sinna þar með faglegri forystu. Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og eða reynslu til starfsins. Áhersla er á að umsækjendur hafi auk þess til að bera hæfni í samskiptum, frumkvæði og séu lausnamiðaðir. Auk þess er auglýst eftir · Námsráðgjafa í 50% starf, hægt að fylla upp í 100 % stöðu með kennslu. · Tónmenntakennara í 50% staða. (Ath. í Tónskóla Hornafjarðar er einnig verið að auglýsa eftir ...
Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir tveimur leikskólakennurum. Lönguhólar er útileikskóli sem styðst við hugmyndafræði Reggio Emilia, sjá nánar í .  Hæfniskröfur: Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Einnig munu losna stöður í ágúst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólaken...