is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Tónlistarskóli Stykkishólms óskar eftir tveimur tónlistarkennurum. Annars vegar tréblásturskennara í allt að 100% starfshlutfall og hins vegar málmblásturskennara í allt að 100% starfshlutfall í afleysingu í eitt ár. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Frekari upplýsingar gefur skólastjórinn Jóhanna Guðmundsdóttir í síma 433 8140 eða 864 9254. Sjá auglýsingu  eða smellið á myndina.
Tvær spennandi stöður eru nú lausar til umsóknar í leikskólanum á Hvolsvelli. Leikskólastjóri Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í sveitarfélaginu. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í leikskólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Æskilegt er að leikskólastjóri hafi búsetu í Rangárþingi eystra. Starfssvið Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi Fagleg forysta  Ráðningar og stjórnun starfsfólks  Um 100% starf er að ræða. Menntunarkröfur: Leikskólakennaramenntun er áskilin. Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg.  Ráðningin er ti...
Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði auglýsir eftir deildarstjórum á þrjár deildir sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnutími 8:00-16:00. Sólvellir er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016 -´17 verður fjöldi nemenda á bilinu 50 -55 Á Sólvöllum erum við að kynna okkur Montessori kennsluhætti með það í huga að starfa eftir þeim kenningum í framtíðinni. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg Færni í mannlegum samskiptum Frumkvæði í starfi Jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta. Nánari upplýsingar um stör...
Auglýst er eftir skólastjóra við Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári. Í Egilsstaðaskóla eru nú um 360 nemendur í 1. – 10. bekk og um 60 starfsmenn. Skólinn er mannaður réttindafólki í öllum stöðum og rík samvinnumenning er meðal starfsfólks. Skólinn er til húsa í nýju og nýendurgerðu húsnæði og er aðstaða til fyrirmyndar, einkum til kennslu í list- og verkgreinum og náttúrufræði. Áherslur skólans samkvæmt nýrri skólanámskrá eru virkir nemendur, teymiskennsla og list og verkgreinar. Grunngildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Hæfniskröfur: Grunnskólakennaramenntun er skilyrði Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg Reynsla af stjórnunarstörfum Færni í mannlegum samskiptum, metnaður, frumkvæði og ...
Aðstoðarskólastjórar Vegna skipulagsbreytinga er auglýst er eftir tveimur aðstoðarskólastjórum við Grunnskóla Hornafjarða sem geti hafið störf frá og með 1. ágúst n.k. Aðstoðarskólastjórarnir sjá um daglegt skólastarf á sitt hvoru skólastiginu, halda utan um stoðþjónustu auk þess að vera hluti af stjórnendateymi skólans og sinna þar með faglegri forystu. Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og eða reynslu til starfsins. Áhersla er á að umsækjendur hafi auk þess til að bera hæfni í samskiptum, frumkvæði og séu lausnamiðaðir. Auk þess er auglýst eftir · Námsráðgjafa í 50% starf, hægt að fylla upp í 100 % stöðu með kennslu. · Tónmenntakennara í 50% staða. (Ath. í Tónskóla Hornafjarðar er einnig verið að auglýsa eftir ...
Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir tveimur leikskólakennurum. Lönguhólar er útileikskóli sem styðst við hugmyndafræði Reggio Emilia, sjá nánar í .  Hæfniskröfur: Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Einnig munu losna stöður í ágúst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólaken...
Grunnskólakennara vantar í Kirkjubæjarskóla næsta skólaár. Kennslugreinar eru m.a.: -  kennsla yngri barna (1.-2. bekkur), -  smíði, -  sérkennsla. Einnig vantar íþróttakennara / sundkennara. Afleysingakennara vantar vegna eftirfarandi greina næsta skólaár: -  enska 5.-10. bekkur, -  heimilisfræði 1.-7. bekkur, -  stærðfræði 5.-10. bekkur, -  náttúrufræði 5.-10. bekkur. Upplýsingar veitir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í s. 865 7440. Nánari upplýsingar um skólann og Skaftárhrepp eru á eða á . Umsóknir má senda á netfang skólans skolastjori@klaustur.is eða í bréfapósti fyrir 15. mars á: Kirkjubæjarskóli Klausturvegi 4 880 Kirkjubæjarklaustur  
...eftir leikskólakennurum í tvær 100% stöður sem fyrst. Leikskóli Vesturbyggðar er tveggja starfstöðva leikskóli með allt að 70 nemendur. Starfstöðvar hans eru Araklettur á Patreksfirði og Tjarnarbrekka á Bíldudal. Leikskólinn starfar eftir Lífsmenntarstefnunni (Living Values Based Education). .  Hæfniskröfur: Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til ...
Sérkennara vantar í 50-100% stöðu við leikskólann Heklukot á Hellu. Leikskólinn er 4 deilda leikskóli með 68 börnum, þar sem starfa 27 kennarar og starfsmenn. Í Heklukoti er unnið eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir markmiðum heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar nk. Hægt er að sækja um á  undir flipanum Um leikskólann og svo Starfsumsóknir. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri í síma 488 7045 eða með tölvupósti á heklukot@ry.is. .
Fiðluleikari, nýkominn til landsins eftir dvöl erlendis, leitar að vinnu við kennslu sem nemur allt að 66% starfi. Forfallakennsla kemur einnig til greina. Viðkomandi hefur kennt bæði klassíska tónlist og þjóðlagatónlist í mörg ár.  Upplýsingar um menntun og prófgráður Diploma of the Royal Scottish Academy of Music and Drama (Glasgow) 1978 Postgraduate Diploma in Scottish Music, Royal Scottish Academy of Music and Drama 2007 Kennarinn býður jafnframt upp á stutt námskeið í þjóðlagatónlist. Slík námskeið eru tilvalin fyrir litla hópa þar sem inntakið er sniðið að þörfum hvers og eins. Námskeið fyrir fullorðna eru einnig í boði. Til að fá nánari upplýsingar þá endilega hafið samband: Wilma Young, Hofsbraut...