is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Heilsuleikskólinn Kærubær auglýsir eftir deildarstjóra/staðgengli leikskólastjóra til starfa frá janúar 2017. Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn er einnar deildar leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.   Menntun og hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi. Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. Umsóknum skal skilað til skólastjóra Heilsuleiks...
Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 129 börn og 39 starfsmenn. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Leikskólinn starfar í anda Hugsmíðahyggju. Í Læk aðhyllast kennarar nám án aðgreiningar og leggja áherslu á að styðja börnin þannig að þau geti notið leikskóladvalar sinnar. Sérkennslan er unnin í teymisvinnu. Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing Ráðningartími og starfshlutafall Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist ...
Álftanesskóli óskar að ráða umsjónarkennara vegna forfalla til kennslu á yngsta stigi skólans frá 7. nóvember 2016 – 28. febrúar 2017. Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.- 10. bekk. Í skólanum eru 450 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli er Grænfánaskóli og starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga. Unnið er að þróun lestrarstefnu skólans og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kennsluhátta t.d. eftir vinnuaðferðum um ,,Vörður og vegvísa“ í öllum árgöngum skólans. Menntun, reynsla og hæfni: Að vera umsjónarkennari í nám...
Heilsuleikskólinn Holtakot er fjögra deilda leikskóli staðsettur á Álftanesi í fallegu umhverfi. Áherslur leikskólans er Heilsustefnan, leikur að læra, og uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er einnig að vinna með Grænfánann. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum og býr yfir hæfni í samskiptum. Helstu verkefni og ábyrgð: Taka þátt í mótun og uppbyggingu leikskólans Aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans Staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins Sinnir þeim verkefnum sem varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felu...
Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli og að jafnaði dvelja þar um 40-45 börn frá 9 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður mjög góður. Hér er góður starfsmannahópur, yndisleg börn og jákvæðir foreldrar. Umhverfi leikskólans bíður upp á óendanlega möguleika. Við erum að vinna að nýrri stefnu leikskólans, höfum sótt um Skóla á grænni grein og margt annað skemmtilegt er framundan. Ef þú ert leikskólakennari sem vilt vera virkur hluti liðsheildar, jákvæður og skapandi þá ættirðu ekki að hika. Við erum falin perla rétt fyrir utan Selfoss. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun Góð færni í mannlegum samskiptum Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi Skipulagshæfni Frumkvæð...
Heilsuleikskólinn Holtakot er fjögurra deilda leikskóli í Garðabæ staðsettur á Álftanesi í sannkallaðri náttúruparadís. Í leikskólanum eru um 70 börn og 20 metnaðarfullir starfsmenn sem vinna öflugt starf í faglegum og skemmtilegum skóla. Einkunnarorð skólans eru: Gleði, virðing og öryggi ásamt þessum fínu orðum Bangsímons: Þú ert hugrakkari en þig grunar, snjallari en þú heldur og sterkari en þér sýnist. Heilsuleikskólinn Holtakot er Grænfánaskóli og vinnur með uppeldisstefnuna „Uppeldi til ábyrgðar“. Hreyfing, hollt matarræði, læsi og sköpun skipar stóran sess í starfinu ásamt frjálsa leiknum. Um er að ræða 100% starf frá og með 1. desember 2016. Menntun, hæfni og reynsla: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeld...
Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu á deild, með möguleika á deildarstjórastöðu um áramót. Einnig vantar aðstoðarmanneskju í eldhús í 100% stöðu. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma 438 6645.
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra við sameinaðar leikskóla á Höfn. Ákveðið hefur verið að sameina tvo leikskóla undir eitt þak.  
á Eskifirði auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérkennara. Um 100% starfshlutfall er að ræða eða lægra eftir samkomulagi. Dalborg er fjögurra deilda leikskóli á Eskifirði og eru nemendur rúmlega 70 talsins. Leikskólinn er staðsettur í eins kílómetra fjarlægð frá grunnskóla staðarins, en þar er elsta deild skólans starfrækt, sem og tónlistarskóli og bókasafn. Ríkir góður starfsandi í skólanum og er samstarf mikið og gott á milli menntastofnana sveitarfélagsins. Helstu verkefni Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu, stuðning, fræðslu og ráðgjöf Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður ...
Laus er staða aðstoðarskólastjóra í leikskólanum  – sem mun leysa skólastjóra af í desember 2016 til vors 2017 v/fæðingarorlofs) Dalborg er fjögurra deilda leikskóli á Eskifirði og nemendur eru rúmlega 70. Leikskólinn er staðsettur í eins kílómetra fjarlægð frá grunnskóla staðarins en þar er elsta deild skólans starfrækt, sem og tónlistarskóli og bókasafn. Í skólanum ríkir góður starfsandi og mikið og gott samstarf er á milli stofnana. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla Reynsla af stjórnun og viðbótarmenntun er æskileg Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Leikskólinn nýtir uppeldisaðferðirnar Uppeldi til ábyrgðar og ART og ...