is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Kennara vantar til starfa við Egilsstaðaskóla á Fljótsdalshéraði frá og með næsta skólaári. Meðal kennslugreina er umsjónarkennsla á miðstigi og sérkennsla. Í Egilsstaðaskóla eru 360 nemendur og 60 starfsmenn. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru teymikennsla, virkir nemendur og list- og verkgreinar. Skólinn er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði og er aðstaða öll til fyrirmyndar. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Sigurlaug Jónasdóttir í síma 4700 608 eða 861 1326. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sigurlaug@egilsstadir.is.  
Við Nesskóla í Neskaupstað eru lausar stöður deildarstjóra sérkennslu og sérkennara. Starf deildarstjóra er 50% starf stjórnanda og 50% starf sérkennara, en starf sérkennara er 100%. Störfin eru laus frá og með 1. ágúst nk. Deildarstjóri sérkennslu annast alla skipulagningu sérkennslu í samráði við skólastjóra og er næsti yfirmaður sérkennara og stuðningsfulltrúa sem starfa við skólann á hverjum tíma.   Menntunar og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum æskileg Reynsla af sérkennslu æskileg Góð hæfni í samskiptum Góðir skipulagshæfileikar Góð þekking á stoðþjónustu   Nesskóli starfar í rúmgóðu og björtu húsnæði og ...
Laus er til umsóknar allt að 100% staða þroskaþjálfa/iðjuþjálfa við Grunnskóla Eskifjarðar. Næsti yfirmaður starfsmannsins er deildarstjóri sérkennslu.   Menntunar og hæfniskröfur: Starfsréttindi og / eða reynsla í þroskaþjálfun eða iðjuþjálfun. Góð hæfni til samskipta og samstarfs. Frumkvæði og faglegur metnaður. Ábyrgð í starfi og stundvísi. Skipulagshæfileikar.   Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2016. Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til nýrra starfsmanna að þeir búi að ríkulegri samskiptahæfni. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og SNS. Nánari upplýsingar um starfið veita Hilmar Sigurjónsson skólastjóri á hilmar@skol...
Laus er til umsóknar staða umsjónarkennari á yngsta stigi/miðstigi. Leitað er að kennara sem er reiðubúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans.   Menntunar- og hæfniskröfur: Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, starfsreynsla er æskileg. Góð hæfni til samskipta og samstarfs. Frumkvæði og faglegur metnaður. Ábyrgð í starfi og stundvísi. Skipulagshæfileikar. Þroskaþjálfi, allt að 100% starfshlutfall.   Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til nýrra starfsmanna að þeir búi að ríkulegri samskiptahæfni. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og SN...
Fljótdalshérað auglýsir eftir leikskólakennurum við leikskólana og .   Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun. Færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði í starfi. Jákvæðni og áhugasemi.   Allar frekari upplýsingar um störf við leikskólann Hádegishöfða veitir Guðmunda Vala Jónasdóttir í síma 4700 670 eða á netfanginu vala@egilsstadir.is. Upplýsingar um störf við leikskólann Tjarnarskóg veitir Sigríður Herdís skólastjóri, upplýsingar í síma 854 4585 eða á netfanginu sigridurp@egilsstadir.is. Umsóknum með ferilskrá skal skilað á ofangreind netföng eða rafrænt í gegnum heimasíður leikskólanna (velja Um leikskólann og svo Starfsumsókn). Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk.  ...
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar við Grunnskóla Hornafjarðar · Smíðakennari 100% starf · Staða námsráðgjafa 50% starf, hægt að fylla upp í 100 % stöðu með kennslu. · Staða tónmenntakennara 50% staða. (Ath. í Tónskóla Hornafjarðar er einnig verið að auglýsa eftir kennara og hægt væri að fá fulla stöðu með því að blanda þessum tveimur stöðum saman. Frekari upplýsingar má fá í Tónskólanum tonskoli@hornafjordur.is, s. 470 8460). Nokkur orð um skólann Í Grunnskóla Hornafjarðar verða næsta vetur tæplega 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Í skólanum er áhersla á list- og verkgreinakennslu um leið og unnið er að bættum árangri í bóklegum greinum. Unnið ...
Brúarásskóli sem er lítill samkennsluskóli rúma 20 km frá Egilsstöðum auglýsir tvær stöður grunnskólakennara. Leitað er eftir kennurum í raungreina- og tungumálakennslu í efri bekkjum og sérkennslu. Á undanförnum árum hefur skólinn unnið að markvissri skólaþróun. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að koma að kennslu í flestum greinum og hafa áhuga og vilja til að taka þátt í þróunarstarfi skólans um breytta kennsluhætti sem og öðrum verkefnum. Þekking og reynsla í upplýsingartækni er mikilvægur kostur og æskilegt væri að viðkomandi gæti komið að umsjón heimasíðu skólans. Leitað er að jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsókn sen...
Leikskólakennara og deildarstjóra vantar í leikskólann Krakkaborg í Flóahreppi. Krakkaborg er þriggja deilda og að jafnaði dvelja þar um 40-45 börn frá 9 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Krakkaborg er í fimm mínútna akstri frá Selfossi. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun Góð færni í mannlegum samskiptum Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi Skipulagshæfni Frumkvæði Sjálfstæði í vinnubrögðum Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 29. ...
óskar eftir að ráða áhugasama grunnskólakennara til starfa næsta skólaár, 2016-2017. Grunnkólinn er Heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Alls eru 225 nemendur í 1.-10. bekk í Sandgerði. Sjá nánar um skólann á . Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og starfi með börnum. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og geta hafið störf frá og með 15. ágúst.   Grunnskólakennara vantar í eftirfarandi störf: Umsjónarkennslu á yngsta stig Umsjónarkennslu á miðsstig Stærðfræðikennslu á unglingastig Upplýsinga- og tæknimen...
Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir skólastjóra við Seyðisfjarðarskóla frá og með næsta skólaári eða 1. ágúst 2016. Í starfinu felst ábyrgð á rekstri skólans, daglegu starfi og forysta um mótun faglegrar stefnu og framkvæmd hennar. Skólinn verður við upphaf næsta skólaárs samrekinn leik- og grunnskóli með listadeild sem inniheldur auk hefðbundins tónlistarnáms, myndmennt og fleiri listgreinar. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og gefandi starf, og að veita forystu við uppbyggingu og breytingar sem leiða af sameiningunni. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2016. Sjá og á . Umsóknum skal skilað á skrifstofu kaupstaðarins eða í tölvupósti á netfangið sfk@sfk.is á eyðublaði sem ...