is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Laus er staða píanókennara við Tónlistarskóla Sandgerðis. Um er að ræða ca. 80% stöðu frá og með 1.ágúst 2018. Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri upp að framhaldsstigi að lágmarki. Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem er lifandi og sýnir frumkvæði í starfi. Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur skóli þar sem mikil áhersla er lögð á samspil ýmiss konar og lifandi skólastarf á öllum sviðum. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldór Lárusson í síma 420 7580 eða netfang . Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á skólastjóra, Halldór Lárusson: .
Laust er til umsóknar framtíðarstarf skólastjóra Kirkjubæjarskóla á Síðu sem staðsettur er á Kirkjubæjarklaustri. Kirkjubæjarskóli er grunnskóli fyrir 1.-10. bekk með nemendur úr öllu sveitarfélaginu. Nemendafjöldi skólaárið 2017-2018 er 43 og miðast samkennsla árganga við fimm námshópa. Aðstaða til íþróttaiðkunar er til mikillar fyrirmyndar ásamt því sem skólinn á í mjög góðu samstarfi við Héraðsbókasafnið sem staðsett er í sama húsi. Einkunnarorð skólans eru kærleikur, bjartsýni og samvinna. Nánari upplýsingar um skólann má finna á . Hlutverk skólastjóra • Vera faglegur leiðtogi skólans • Bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans • Ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi fræðslunefnd og sveitarstjórn • Vinna sam...
Tónskóli Neskaupstaðar auglýsir eftir gítarkennara í fullt starf skólaárið 2018-2019. Tónskóli Neskaupstaðar sinnir almennri tónlistarmenntun þar sem nemendur á öllum aldri geta stundað nám. Skólinn býður upp á nám á grunn-, mið- og framhaldstigi og kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Við skólann starfa 5 kennarar í 4.5 stöðugildum, nemendur eru rúmlega 100 og er skólinn vel búinn tækjum og góð aðstaða fyrir starfsfólk. Mikið og gott samstaf er við grunnskólann á staðnum, Nesskóla, sem staðsettur er í sama húsnæði og Tónskólinn. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf, til eins árs, sem bæði getur kennt á klassískan- og rafgítar. Reynsla af kennslu æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands ísl...
Leikskólarnir: Álfheimar, Árbær, Brimver/Æskukot, Hulduheimar og Jötunheimar auglýsa eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Aðstoðarleikskólastjóri Árbær auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í 100% starfshlutfall frá og með 9. ágúst 2018. Menntun og hæfniskröfur: • Leikskólakennararéttindi • Reynsla og menntun í stjórnun æskileg • Færni í mannlegum samskiptum • Jákvæðni, frumkvæði, áhugasemi og góður samstarfsvilji • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta • Færni til að tjá sig í ræðu og riti Meginverkefni: • Staðgengill leikskólastjóra • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á rekstri leikskólans • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu skólastarf...
Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 530 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Skólinn er í rótgrónu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennir framhaldsskólaáfanga sem eru metnir til eininga í FG. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garðaskóla hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölbreyttum skólaþróunarverkefnum og alþjóðlegu samstarfi. Á næstu misserum ber hæst...
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum og Tónlistarskólinn í Fellabæ auglýsa eftir gítarkennara í fullt starf frá 1. ágúst, 2018. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfið felst í kennslu á rafgítar og rafbassa auk annarrar kennslu í samræmi við áhuga og reynslu kennarans.  Starf tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði er blómlegt, í góðum tengslum við grunnskólana og meirihluti kennslunnar er á skólatíma grunnskólanemenda. Hæfniskröfur: tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi Laun: samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FÍH/FT Umsóknarfrestur: 24. maí, 2018 Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknir berist á netfangið eða  
Kirkjubæjarskóli á Síðu auglýsir eftir kennurum. Einkunnarorð skólans eru kærleikur, bjartsýni, samvinna.  Starfssvið sjónlist/hönnun og smíði sérkennsla Menntunar- og hæfniskröfur Kennsluréttindi Sérkennararéttindi Góðir skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum Lausnamiðuð viðhorf og geta til sjálfstæðra vinnubragða Jákvæðni Upplýsingar veitir Kjartan Kjartansson, skólastjóri s: 865-7440. Nánari upplýsingar um skólann og Skaftárhrepp er að finna á og . Umsóknir má senda á netfang skólans, eða í pósti merktar, Kirkjubæjarskóli, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustur, fyrir 7. maí nk.   
Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar". Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf. Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/ Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Helstu verkefni og ábyrgð: • Vinna að uppeldi og menntun barna • Vinna að faglegu starfi dei...
Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar". Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf. Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/ Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Helstur verkefni og ábyrgð: • Vinna að uppeldi og menntun barna • Vinna að faglegu starfi de...
Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Kæribær er leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Umsóknarfrestur er til 01. júní 2018 Störfin sem um ræðir eru: • Deildarstjóri/staðgengill leikskólastjóra. 100 % starf. Starfið er laust 15. júlí 2018. • Deildarstjóri. 100 % starf. Starfið er laust 15. júlí 2018. • Leikskólakennari. 100 % starf. Starfið er laust 15. júlí 2018. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður...