is / en / dk

11. október 2018

Leikskólinn Eyrarvellir auglýsir eftir leikskólakennurum

Leikskólinn er átta deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum skóli á grænni grein og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og ART.

Um er að ræða 100% starf.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun áskilin
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 26. október nk. 
Nánari upplýsingar gefur Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri í síma 4771460/8478232 eða í gegnum netfangið halla@skolar.fjardabyggd.is

Sækja um starf.

Tengt efni