is / en / dk

27. Júní 2018

Hveragerði er vaxandi sveitarfélag og mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er í bænum með tilheyrandi fjölgun leikskólabarna. Síðastliðið haust var tekin í notkun ný 6 deilda leikskólabygging fyrir Undraland með rúmgóðum deildum, stórum hreyfisal og góðri vinnuaðstöðu bæði fyrir börn og starfsfólk. Í haust opnar þar 6. og síðasta deildin í húsinu og því vantar starfsfólk fyrir haustið/veturinn. 

Undraland í Hveragerði starfar eftir aðalnámsskrá leikskóla og kennsluaðferðum Leikur að læra. Síðastliðinn vetur var innleiðingarár Leikur að læra og í haust verður skólinn krýndur einn af LAL leikskólum landsins. Lögð er áhersla á vinnu með málörvun, læsi og hreyfingu og einkunnarorð skólans eru umhyggja, leikur og öryggi. Í Undralandi dvelja börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára á aldursskiptum deildum.

Frá og með 13. ágúst 2018 óskum við eftir að ráða í lausar stöður deildarstjóra og leikskólakennara. Um er að ræða stöður með 100% starfshlutfall. 

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Deildarstjóri: Vinnur samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra að uppeldi og menntun leikskólabarna. Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni og annast daglega verkstjórn.
• Leikskólakennari: Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna undir stjórn deildarstjóra. 

Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Lipurð og hæfni í samskiptum og áhugi á að vinna í hóp
• Jákvæðni og stundvísi.
• Hafa gott vald á íslensku
• Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 1. ágúst
Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður!
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags
Umsóknareyðublöð eru á vef Hveragerðisbæjar og þeim skal skilað á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á mottaka@hveragerdi.is
Nánari upplýsingar veitir Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri undraland@hveragerdi.is
 

Tengt efni