is / en / dk

11. Júní 2018

Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Leikskólastig skólans tók til starfa í apríl sl. Auglýst er eftir áhugasömum og faglegum deildarstjóra á leikskólastig til að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt skólasamfélag. Samstarf verður einkennandi fyrir alla starfshætti bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga.

Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem styður enn frekar við skólastarfið.

Deildarstjóri á leikskólastigi

Helstu verkefni:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barna
 • Að stýra daglegu fagstarfi deildar og skipulagi
 • Vinnur að áætlanagerð og mati á námi barna og starfi leikskólans
 • Foreldrasamstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Ánægja af því að starfa með börnum
 • Reynsla af skólastarfi eða öðru starfi með börnum æskileg
 • Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni

Leikskólakennarar á leikskólastigi

Helstu verkefni:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barna
 • Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans
 • Foreldrasamstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun 
 • Ánægja af því að starfa með börnum
 • Reynsla af skólastarfi eða öðru starfi með börnum æskileg
 • Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni


Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2018. Gert er ráð fyrir að ráðningar taki gildi 1. ágúst nk. 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri Urriðaholtsskóla, s. 5919500/6219505, netfang thorgerdurar@urridaholtsskoli.is 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélaga. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.


 


 

Tengt efni