is / en / dk

05. Júní 2018

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi. Akraneskaupstaður er eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með rúmlega 7 þúsund íbúa. Bærinn er sérstaklega barnvænn með gott framboð af íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfi. Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1955 og telja nemendur skólans í dag um 300. Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi er að stuðla að öflugu og fjölbreyttu tónlistarlífi en skólinn býr við mjög góðan aðbúnað til tónlistarkennslu. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Veita Tónlistarskólanum faglega forystu.
Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri.
Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs á Akranesi.
Samstarf við bæjaryfirvöld og aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfnikröfur:
Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum.
Menntun á sviði tónlistar.
Framhaldsmenntun á sviði tónlistar æskileg.
Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi.
Framhaldsmenntun í stjórnun og/eða þekking og reynsla af rekstri og stjórnun.
Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.

Í samræmi við mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SNS og KÍ/FÍH. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2018. 

Nánari upplýsingar um starfið veita Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri í síma 4331000 eða í valgerdur.janusdottir@akranes.is.
Sótt er um starfið hér í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.

Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2018.
 

Tengt efni