is / en / dk

11. Júní 2018

Sjálandsskóli óskar eftir að ráða íslenskukennara á unglingastig frá 1. ágúst 2018 í 80% starf.

Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ. Í skólanum eru 285 nemendur og starfsmenn eru um 60. Í Sjálandsskóla vinna allir starfsmenn saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu og hafa hag nemenda að leiðarljósi. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu og samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Umsjón með íslenskukennslu á unglingastigi
• Standa vörð um nám og velferð nemenda
• Vera í samstarfi við foreldra
• Taka þátt í þróun skólastarfsins

Menntun, reynsla og hæfni:
• Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
• Góð færni í íslensku
• Framhaldsnám í tungumálakennslu er kostur
• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
• Vilji til að starfa í teymi að sveigjanlegu skólastarfi
• Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu á unglingastigi

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veita Edda Björg Sigurðardóttir skólastjóri á netfangið edda@sjalandsskoli.is eða Sesselja Þóra Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri á netfangið sesseljag@sjalandsskoli.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.
 

Tengt efni