is / en / dk

16. Maí 2018

Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess stóran og öflugan faghóp. Húsakynni og umhverfi leikskólans býður upp á spennandi tækifæri til náms og starfs fyrir börn og starfsfólk. Hér eru börn sem þurfa sérstaklega á fagmanni að halda. Sjón er sögu ríkari svo endilega kynnið ykkur starfið nánar með því að koma í heimsókn.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá;
Höllu Ösp Hallsdóttur leikskólastjóra í síma 441 6501, 6630503 eða hallaosp@kopavogur.is
Stefaníu Finnbogadóttur aðstoðarleikskólastjóra í síma 441 6502 eða stefaniaf@kopavogur.is
Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Kópavogs.

 

Tengt efni