is / en / dk

07. Maí 2018

Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 530 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Skólinn er í rótgrónu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennir framhaldsskólaáfanga sem eru metnir til eininga í FG. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garðaskóla hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölbreyttum skólaþróunarverkefnum og alþjóðlegu samstarfi. Á næstu misserum ber hæst verkefni um þróun kennsluhátta og uppbyggingu atvinnutengds náms. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans.

Starfssvið:
Í Garðaskóla vantar deildarstjóra til að starfa samhliða öðrum deildarstjóra og í nánu samstarfi við aðra stjórnendur og starfsmenn skólans. Helstu ábyrgðarhlutverk eru meðal annars að fylgjast með viðveru, ástundun, námi og líðan nemenda í nánu samstarfi við umsjónarkennara. Deildarstjórar verkstýra umsjónarkennurum í þeirra utanumhaldi um bekki og styðja við þá í daglegu starfi. Deildarstjórar bera ábyrgð á að byggja upp og viðhalda jákvæðum skólabrag. Starf deildarstjóra krefst frumkvæðis, mikilla skipulagshæfileika og krafa er gerð um skilvirk vinnubrögð. Viðkomandi þarf að hafa góða færni í excel og kunnáttu til að halda utan um skjalavinnslu og skýrslugerð. Deildarstjórar eru lykilaðilar í samstarfsneti starfsmanna skólans og tengiliðir við heimili.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg
• Fjölbreytt reynsla af kennslu og annarri vinnu með unglingum
• Reynsla af ráðgjöf og stuðningi til unglinga er æskileg
• Góð þekking á uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar er æskileg
• Mjög góð tölvufærni og reynsla í notkun skipulagstækja á borð við excel, Innu og vefsíður
• Lausnamiðað viðhorf til flókinna úrlausnarefna
• Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og og skipulagshæfileikar
• Jákvæðni og ábyrgðarkennd
Um er að ræða 100% stöðu og framtíðarstarf.

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2018. Ráðning er frá 1. ágúst 2018. 
Nánari upplýsingar um starfið veita Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í síma 8208592, netfang brynhildur@gardaskoli.is og Ingibjörg Anna Arnarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 8922289, netfang ingibjorg@gardaskoli.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Tengt efni