is / en / dk

04. Maí 2018

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum og Tónlistarskólinn í Fellabæ auglýsa eftir gítarkennara í fullt starf frá 1. ágúst, 2018.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfið felst í kennslu á rafgítar og rafbassa auk annarrar kennslu í samræmi við áhuga og reynslu kennarans. 

Starf tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði er blómlegt, í góðum tengslum við grunnskólana og meirihluti kennslunnar er á skólatíma grunnskólanemenda.

Hæfniskröfur: tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
Laun: samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FÍH/FT
Umsóknarfrestur: 24. maí, 2018
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Umsóknir berist á netfangið soley@egilsstadir.is eða drifa@fell.is.
 

Tengt efni