is / en / dk

25. Apríl 2018

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar".

Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.

Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/

Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.


Helstu verkefni og ábyrgð:
• Vinna að uppeldi og menntun barna
• Vinna að faglegu starfi deildar
• Foreldrasamvinna

Menntun, hæfni og reynsla:
• Kennaramenntun, uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
• Ánægja af því að starfa með börnum
• Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
• Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
• Góð íslenskukunnátta


Um er að ræða 100% starfshlutfall og er staðan laus frá 1.september 2018.

Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri í síma 5502341 / 8215018, Elva Dögg Kristjánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri 5502340 eða með því að senda fyrirspurn á ragnhildursk@leikskolarnir.is.

  • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélags.
  • Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
  • Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.


 

Tengt efni