is / en / dk

05. Mars 2018

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara, grunnskólakennara, uppeldis – og menntunarfræðingi eða starfsmanni með aðra hagnýta menntun til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja öðlast reynslu í stjórnunarstarfi en leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka laun sín.við

Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru.
Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Agi – Lífsleikni.

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Kennaramenntun, uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Góð íslenskukunnátta

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. júní 2018 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri og Rósa B. Arnardóttir aðstoðaleikskólastjóri í síma 5121570 eða með því að senda tölvupóst á baejarbol@leikskolarnir.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

 


 

 

 


 

Tengt efni