is / en / dk

02. Mars 2018

Laus er til umsóknar staða skólastjóra Þelamerkurskóla í Eyjafirði til afleysingar í eitt ár.

Þelamerkurskóli er grunnskóli fyrir 1. - 10. bekk og er staðsettur að Laugalandi í Hörgársveit. Nemendur skólans koma úr Hörgársveit og á skólaárinu 2017 - 2018 eru nemendur 70. Skólinn telst meðal fámennra skóla og miðast samkennsla árganga við fimm námshópa.

Skólinn er vel í sveit settur þegar litið er til staðsetningar og aðbúnaðar. Í því sambandi má nefna aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar. Í gegnum tíðina hefur hvoru tveggja verið nýtt til að móta sérstöðu skólans; útiskólann og HHH-verkefnið (hollusta, hreyfing, hreysti). Skólinn flaggar Grænfánanum ásamt því að leggja áherslu á upplýsingatækni í starfi sínu.

Einkennisorð skólans eru þroski, menntun, samkennd.
 

Meginhlutverk skólastjóra er að:

 • Vera faglegur leiðtogi skólans.
 • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans.
 • Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans í samráði við fræðslunefnd og sveitarstjórn.
   

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun.
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og kennslufræði er æskileg.
 • Stjórnunarhæfileikar og reynsla af rekstri.
 • Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum.
 • Færni i mannlegum samskiptum.
   

Um er ræða tímabundið starf vegna afleysingar í eitt ár frá 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019.

Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og K.Í. Nánari upplýsingar gefa sveitarstjóri, Snorri Finnlaugsson (snorri@horgarsveit.is) s. 460 1750 og Axel Grettisson formaður fræðslunefndar og oddviti sveitarstjórnar s. 660 3264. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2018.

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2018.

Umsóknir ásamt mynd og ferilskrá sendist: Sveitarstjóri Hörgársveitar, skrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla, 601 Akureyri, eða á netfangið snorri@horgarsveit.is.

 

Tengt efni