is / en / dk

14. Febrúar 2018

Umsjónarkennari á miðstig óskast til starfa við Flataskóla skólaárið 2018 – 2019. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Flataskóli í Garðabæ er barnaskóli þar sem rúmlega 500 börn stunda nám frá 4 ára til 12 ára. Í skólanum vinna allir starfsmenn að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af metnaði, vellíðan og öflugri menntun. Þar ríkir góður starfsandi og aðstaða er góð.

Skólinn nýtir spjaldtölvur í skólastarfinu auk notkunar á öðrum tækni- og tölvubúnaði.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Að standa vörð um nám og velferð nemenda
• Að vera í samstarfi við foreldra nemenda
• Að taka þátt í þróun skólastarfsins með samstarfsmönnum

Hæfniskröfur:
• Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi
• Góð samskipta- og skipulagsfærni
• Áhugi á samvinnu og teymiskennslu
• Faglegur metnaður

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2018. Staðan er laus frá 1. ágúst 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ólöf S Sigurðardóttir, skólastjóri í síma 6171570 eða með tölvupósti á netfangið olofs@flataskoli.is og Helga María Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 6171572 eða með tölvupósti á netfangið helgam@flataskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Tengt efni