is / en / dk

01. Febrúar 2018

Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Áherslur leikskólans eru á sköpun og lífsleikni ásamt náttúru og umhverfi. Leikskólinn starfar í anda fjölgreindakenningar Howards Gardner ásamt því að vinna með vináttuverkefni, Lubbi finnur málbein, Numicon og fleira.

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja.

Heimasíða leikskólans er: www.kirkjubolid.is

Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefna- og þróunarsjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.

Rúmlega 40% starfsmanna á Kirkjubóli eru fagmenntaðir og viljum við gjarnan auka fjölda þeirra í starfsmannahópnum.

Við leitum að stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum starfsmanni til að bætast við metnaðarfullan starfsmannahóp leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
  • Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Um er að ræða 100% stöðu frá 1. mars 2018 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ásta Kristín Valgarðsdóttir leikskólastjóri og Anna Kristín Sveinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 5656322. Einnig hægt að senda tölvupóst á netfangið kirkjubol@leikskolarnir.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

  

Tengt efni