is / en / dk

25. Janúar 2018

Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Leikskóladeild skólans tekur til starfa í mars 2018. Auglýst er eftir áhugasömum leikskólakennurum til að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt skólasamfélag. Samstarf verður einkennandi fyrir alla starfshætti bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga.

Helstu verkefni:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna
  • Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans
  • Foreldrasamstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Reynsla af skólastarfi eða öðru starfi með börnum æskileg
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni

Í Garðabæ er lögð rík áhersla á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi sem felst meðal annars í því að foreldrar hafa fullt frelsi um val á skóla fyrir börn sín. Leik- og grunnskólar Garðabæjar skapa sér sérstöðu í áherslum sínum til að koma sem best á móts við fjölbreyttar þarfir nemenda og verður það verkefni hópsins að koma að stefnumótun skólans. Þá styrkir Garðabær og styður við þróunarverkefni og sérverkefni innan hvers skóla.


Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2018.

Gert er ráð fyrir að fyrstu ráðningar taki gildi sem fyrst en einnig er um samkomulag varðandi upphaf ráðningar að ræða. Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri Urriðaholtsskóla, s. 525 8500/621 9505, netfang thorgerdurar@urridaholtsskoli.is. 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á ráðningarvef Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Tengt efni