is / en / dk

17. Janúar 2018

Lundaból auglýsir eftir leikskólakennara eða öðrum uppeldismenntuðum starfsmanni til starfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Lundaból er þriggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu íbúahverfi í Garðabæ. Í Lundabóli viljum við búa börnunum hlýlegt, öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Lögð er áhersla á jákvæð samskipti, umburðarlyndi og virðingu. Jafnframt læra börnin lýðræðisleg vinnubrögð, jákvæðan aga og festu. Ásamt því að virða umhverfi sitt og náttúruna.

Í Lundabóli er mikið af fagfólki og stöðugt starfsmannahald. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á að umhverfið einkennist af gleði, virðingu og samvinnu. Í Lundabóli er góður starfsandi og gott að vera.

Starfssvið:
• Vinnur að uppeldi og menntun barna
• Fylgist með velferð og þroska barna
• Tekur þátt í samvinnu m.a. skipulagningu starfs, þróunarvinnu og gerð skólanámskrár


Menntun, reynsla og hæfni:
• Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
• Reynsla af starfi með börnum
• Hafa gaman af því að starfa með börnum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta


Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2018.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Björg Helga Geirsdóttir, leikskólastjóri í síma 5656176 eða með því að senda tölvupóst á lundabol@leikskolarnir.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Tengt efni