is / en / dk

14. Nóvember 2017

Heilsuleikskólinn Holtakot er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur á Álftanesi í fallegu umhverfi. Áherslur leikskólans er Heilsustefnan, Leikur að læra, og Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er einnig að vinna með Grænfánann. Heimasíða leikskólans er http://holtakot.leikskolinn.is/

Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum og býr yfir hæfni í samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
  • Bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
  • Bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Kennaramenntun eða önnur uppeldisfræðimenntun
  • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Góð íslenskukunnátta

Um er að ræða 100% starfshlutfall frá 1. desember 2017. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Skúladóttir, leikskólastjóri í síma 5502341/8215018 eða á netfangið ragnhildursk@leikskolarnir.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.
 

Tengt efni