is / en / dk

04. október 2017

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara í teymiskennslu í 2. bekk vegna forfalla. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Í Hofsstaðaskóla eru um 555 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu.

Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastarfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að hafa umsjón með námshópi í teymiskennslu
  • Að standa vörð um nám og velferð nemenda
  • Að vera í samstarfi við foreldra
  • Að taka þátt í þróun skólastarfsins

Hæfniskröfur:

  • Kennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
  • Góð samskipta- og skipulagsfærni
  • Áhugi á samvinnu og teymiskennslu
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun
  • Góð færni í upplýsingatækni og vinnu með tölvur og spjaldtölvur

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veita Margrét Harðardóttir skólastjóri s. 820-8590, netfang: margreth@hofsstadaskoli.is og Hafdís Bára Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri s. 617-1591, netfang: hafdis@hofsstadaskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.
 

Tengt efni