is / en / dk

28. September 2017

 

Eftirfarandi störf eru laus í leik- og grunnskólum Garðabæjar:

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf sem fyrst.

Akrar er fimm ára leikskóli í Akrahverfinu í Garðabæ. Í leikskólanum eru 96 börn. Grunngildi leikskólans eru: Virkni og vellíðan. Vellíðan barna er höfð í fyrirrúmi og starfið skipulagt út frá þátttöku og virkni barnanna. Sköpun, læsi og einingakubbar skipa stóran sess í leikskólanum. Unnið er að innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar. Lifandi vinnustaður með skemmtilegu og hressu starfsfólki í fararbroddi.
 

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
 • Reynsla af starfi með börnum.
 • Færni í samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta.
   

Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 512 1530 eða með því að senda tölvupóst á sigrunsig@leikskolarnir.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra hagnýta menntun til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja fá reynslu í stjórnunarstarfi og að bera ábyrgð á starfi deildar. Einnig er auglýst eftir öðru starfsfólki á deild.

Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði - Agi - Lífsleikni.
 

Menntun, hæfni og reynsla:

 • Kennaramenntun, uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg.
 • Ánægja af því að starfa með börnum
 • Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu.
 • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu.
 • Góð íslenskukunnátta.
   

Umsækjandur þurfa að geta hafið störf 1. nóvember en umsóknarfrestur er til og með 16. október 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri og Rósa B. Arnardóttir aðstoðaleikskólastjóri í síma 512 1570 eða með því að senda tölvupóst á baejarbol@leikskolarnir.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á bóklegt nám gegnum hreyfingu og leik, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir „Uppeldi til ábyrgðar“. Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf. Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum.
 

Helstur verkefni og ábyrgð:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barna.
 • Vinnur að faglegu starfi deildar.
 • Foreldrasamvinna.
   

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
 • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi.
 • Frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskumunnátta.
   

Um er að ræða 100% starfshlutfall og er staðan þegar laus. Umsóknarfrestur er til og með 9. október 2017. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri í síma 550 2341 / 821 5018 eða með því að senda fyrirspurn á ragnhildursk@leikskolarnir.is. Heimasíða leikskólans www.holtakot.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Garðabær auglýsir laust til umsóknar nýtt starf skólastjóra Urriðaholtsskóla. Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Skólinn verður tekinn í notkun í áföngum. Leikskóladeild mun taka til starfa í ársbyrjun 2018. Um haustið 2018 bætist við 1.- 4. bekkur grunnskóla sem mun vaxa með skólanum. Í skólanum fullbyggðum verður félagsmiðstöð, bókasafn, tónlistarskóli ásamt íþróttamannvirkjum og sundlaug.

Lögð er áhersla á framsækið og metnaðarfullt skólastarf og að tenging við náttúruna í Urriðaholti sé hluti af kennsluháttum. Boðið verði upp á fjölbreyttar leiðir til náms þar sem byggt er á rannsóknum á sviði menntamála og sérstöðu skólans. Samstarf verði einkennandi fyrir alla starfshætti bæði meðal nemenda og starfsmanna svo og milli skólastiga. 

Í Garðabæ er lögð rík áhersla á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi sem felst meðal annars í því að foreldrar hafa fullt frelsi um val á skóla fyrir börn sín. Leik- og grunnskólar Garðabæjar skapa sér sérstöðu í áherslum sínum til að koma sem best á móts við fjölbreyttar þarfir nemenda.

Skólastjóri tekur þátt í að móta metnaðarfullt skólasamfélag Garðabæjar með uppbyggilegum og framsýnum hætti.
 

Helstu verkefni:

 • Að vera faglegur leiðtogi.
 • Að bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórna daglegri starfsemi og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu skólans.
 • Að vinna náið með starfsfólki að því að skapa nútímalegt og frjótt námsumhverfi fyrir alla nemendur.
 • Að leiða og hvetja starfsfólk með það að markmiði að tryggja sem best vellíðan og árangur nemenda og starfsmanna.
   

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu í leik- eða grunnskóla.
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af kennslu.
 • Reynsla af starfsmannastjórnun og rekstri.
 • Framsækni og metnaður til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
 • Góðir skipulagshæfileikar.
 • Lipurð og færni í samskiptum.
 • Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf.
 • Sveigjanleiki og víðsýni.
   

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og verkefni sem hann hefur unnið að og geta varpað ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér Urriðaholtsskóla þróast undir sinni stjórn.

Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá 1. nóvember 2017. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veita Margrét Björk Svavarsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, s. 525 8500, netfang margretsv@gardabaer.is og Katrín Friðriksdóttir, deildarstjóri skóladeildar, s. 525 8500, netfang katrinf@gardabaer.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á vef Garðabæjar.

 

Tengt efni