is / en / dk

01. September 2017

Leikskólakennari sem hefur umhyggju, ríka þolinmæði, áhuga á hreyfingu, næringu og heilbrigðum lífstíl óskast á leikskólann Sunnuhvol.

Leikskólinn Sunnuhvoll er tveggja deilda ungbarnaskóli sem leggur áherslu á hollan mat, hreyfingu og andlegt jafnvægi bæði hjá börnum og starfsfólki. Við leggjum mikið upp úr góðum samskiptum, snyrtimennsku, notalegu andrúmslofti og hlýlegu umhverfi. Til að sjá hvað starfið bíður uppá er myndband á heimasíðu skólans sem gott að er að skoða.
 

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntum sem nýtist.
  • Reynsla af leikskólastarfi.
  • Áhugasöm/samur um hreyfingu ungra barna.
  • Áhuga á að tengja tónlist við hreyfingu.
  • Reynsla af starfi á ungbarnaleikskóla er kostur.
  • Jákvæðni, þolinmæði, samskiptahæfni og sveigjanleiki.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta.
     

Um er að ræða 50% starfshlutfall. Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðrún Brynjólfsdóttir, leikskólastjóri í síma 565 9480 / 694 9109 eða Jóna Rósa Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Tengt efni