is / en / dk

01. September 2017

Deildarstjóri óskast á heilsuleikskólann Bæjarból, sem stendur við hornið á Bæjarbraut og Krókamýri í Garðabæ. Heilsuleikskólinn Bæjarból er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Leikskólinn hefur fengið þróunarstyrk til að vinna að heilsueflingu í vetur. Í starfsmannahópnum er lögð áhersla á góð samskipti og samvinnu. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði - Sjálfsagi - Lífsleikni.
 

Helstur verkefni og ábyrgð:

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
 • Bera ábyrgð á stjórnun og skipulagningu deildarstarfsins.
 • Sjá um foreldrasamstarf.
 • Vera hluti af stjórnunarteymi leikskólans.
   

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
 • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi.
 • Frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta.
   

Um er að ræða 100% starfshlutfall á eldri barna deild. Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri eða Rósa B. Arnardóttir aðstoðaleikskólastjóri í síma 512 1570 eða með því að senda fyrirspurn á baejarbol@leikskolarnir.is. Heimasíða leikskólans er www.baejarbol.is og þar eru margvíslegar upplýsingar um starfsemi skólans.

Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2017.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Tengt efni