is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Laus er til umsóknar staða skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Leitað er að metnaðarfullum áhugasömum, fjölhæfum og jákvæðum einstaklingi. Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls um 20 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Í skólanum er jafnframt stuðst við kennsluaðferðir Byrjendalæsis. Samkennsla árganga í grunnskólanum miðast við tvo námshópa. Aðbúnaður í skólanum er ágætur, góð sundlaug og íþróttahús eru í næsta húsi og í skólanum er bókasafn og aðstaða til tónmenntakennslu. Einnig er mötuneyti nemenda í skólanum sem nýtt er til heimilisfræðikennslu. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og lögð er áhersla á samvinnu, sveigjanleika sem og jákvæðni. Skólinn er ...
Leikskólabörnum fjölgar á Seltjarnarnesi og við stækkum leikskólann okkar. Við þurfum því að góðu fólki að halda til liðs við okkar frábæra hóp. Skólinn státar af einu hæsta hlutfalli fagmenntaðra starfsmanna á landsvísu og metnaðarfullri starfsemi. Hafðu samband og heyrðu hvað við höfum upp á að bjóða! Hringið í Soffíu eða Margréti (5959280 / 5959290) eða sendið tölvupóst á netföngin eða Frá 1. ágúst nk. óskum við að ráða í eftirfarandi störf: • Deildarstjórar, fullt starf. • Leikskólakennarar, fullt starf. Nánari upplýsingar um störfin og skil umsókna má finna á . Umsóknarfrestur er til 4. júní næstkomandi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf. ...
Leikskólinn Kópahvoll er 4 deilda skóli, með 80 börn á aldrinum eins árs til fimm ára. Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik. Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess öflugan faghóp. Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik. Kóphvoll er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun. Einkunnarorð skólan...
Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess stóran og öflugan faghóp. Húsakynni og umhverfi leikskólans býður upp á spennandi tækifæri til náms og starfs fyrir börn og starfsfólk. Hér eru börn sem þurfa sérstaklega á fagmanni að halda. Sjón er sögu ríkari svo endilega kynnið ykkur starfið nánar með því að koma í heimsókn. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá; Höllu Ösp Hallsdóttur leikskólastjóra í síma 441 6501, 6630503 eða Stefaníu Finnbogadóttur aðstoðarleikskólastjóra í síma 441 6502 eða Hægt er að sækja um starfið á .  
Laus er staða píanókennara við Tónlistarskóla Sandgerðis. Um er að ræða ca. 80% stöðu frá og með 1.ágúst 2018. Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri upp að framhaldsstigi að lágmarki. Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem er lifandi og sýnir frumkvæði í starfi. Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur skóli þar sem mikil áhersla er lögð á samspil ýmiss konar og lifandi skólastarf á öllum sviðum. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldór Lárusson í síma 420 7580 eða netfang . Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á skólastjóra, Halldór Lárusson: .
Laust er til umsóknar framtíðarstarf skólastjóra Kirkjubæjarskóla á Síðu sem staðsettur er á Kirkjubæjarklaustri. Kirkjubæjarskóli er grunnskóli fyrir 1.-10. bekk með nemendur úr öllu sveitarfélaginu. Nemendafjöldi skólaárið 2017-2018 er 43 og miðast samkennsla árganga við fimm námshópa. Aðstaða til íþróttaiðkunar er til mikillar fyrirmyndar ásamt því sem skólinn á í mjög góðu samstarfi við Héraðsbókasafnið sem staðsett er í sama húsi. Einkunnarorð skólans eru kærleikur, bjartsýni og samvinna. Nánari upplýsingar um skólann má finna á . Hlutverk skólastjóra • Vera faglegur leiðtogi skólans • Bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans • Ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi fræðslunefnd og sveitarstjórn • Vinna sam...
Tónskóli Neskaupstaðar auglýsir eftir gítarkennara í fullt starf skólaárið 2018-2019. Tónskóli Neskaupstaðar sinnir almennri tónlistarmenntun þar sem nemendur á öllum aldri geta stundað nám. Skólinn býður upp á nám á grunn-, mið- og framhaldstigi og kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Við skólann starfa 5 kennarar í 4.5 stöðugildum, nemendur eru rúmlega 100 og er skólinn vel búinn tækjum og góð aðstaða fyrir starfsfólk. Mikið og gott samstaf er við grunnskólann á staðnum, Nesskóla, sem staðsettur er í sama húsnæði og Tónskólinn. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf, til eins árs, sem bæði getur kennt á klassískan- og rafgítar. Reynsla af kennslu æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands ísl...
Leikskólarnir: Álfheimar, Árbær, Brimver/Æskukot, Hulduheimar og Jötunheimar auglýsa eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Aðstoðarleikskólastjóri Árbær auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í 100% starfshlutfall frá og með 9. ágúst 2018. Menntun og hæfniskröfur: • Leikskólakennararéttindi • Reynsla og menntun í stjórnun æskileg • Færni í mannlegum samskiptum • Jákvæðni, frumkvæði, áhugasemi og góður samstarfsvilji • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta • Færni til að tjá sig í ræðu og riti Meginverkefni: • Staðgengill leikskólastjóra • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á rekstri leikskólans • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu skólastarf...
Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 530 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Skólinn er í rótgrónu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennir framhaldsskólaáfanga sem eru metnir til eininga í FG. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garðaskóla hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölbreyttum skólaþróunarverkefnum og alþjóðlegu samstarfi. Á næstu misserum ber hæst...
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum og Tónlistarskólinn í Fellabæ auglýsa eftir gítarkennara í fullt starf frá 1. ágúst, 2018. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfið felst í kennslu á rafgítar og rafbassa auk annarrar kennslu í samræmi við áhuga og reynslu kennarans.  Starf tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði er blómlegt, í góðum tengslum við grunnskólana og meirihluti kennslunnar er á skólatíma grunnskólanemenda. Hæfniskröfur: tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi Laun: samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FÍH/FT Umsóknarfrestur: 24. maí, 2018 Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknir berist á netfangið eða