-
Aðgreina vel hvenær maður talar sem trúnaðarmaður og hvenær maður talar sem starfsmaður.
-
Vera sýnilegur á vinnustaðnum, hafa vakandi auga, kynna sig, hlutverk sitt og gildi trúnaðarmanns fyrir samstarfsfólki og yfirmanni.
-
Skrá niður erindi og mál ‐ nota síðar ef með þarf.
-
Tryggja að skoðun/rannsókn fari fram á málum sem koma upp ‐ koma málum í farveg og leiðbeina, aðstoða, fylgja málum eftir, ekki leyfa málum að daga uppi.
-
Aðkoma að málum, úrvinnsla mála - leiðarljósið er aðstoð við að finna lausnir, kynna sér málavexti, leita skýringa, safna upplýsingum og gögnum og fara fram á úrbætur/lagfæringu þegar með þarf.
-
Vera málefnalegur, nákvæmur, hlusta vel, spyrja spurninga, ekki staðhæfa eða setja sig í dómarasæti, samstarfsfús en líka að vinna sjálfstætt, virða trúnað um upplýsingar og gögn.
-
Leita upplýsinga hjá stéttarfélagi ef vafi leikur á til hvaða ráða skuli gripið, halda stéttarfélagi upplýstu um gang mála ef með þarf.
-
Ef mál leysast ekki á vinnustaðnum, vísa máli til stéttarfélags með samþykki félagsmanns, stéttarfélagið ákveður hvort leita eigi ráðgjafar hjá lögmanni.
-
Æskilegt að vísa flóknum einstaklingsmálum strax til stéttarfélags.
HEILRÆÐI FYRIR TRÚNAÐARMENN - skjal á pdf.