is / en / dk

Umsóknir í sjóðinn eru sendar rafrænt í gegnum „mínar síður“. Fylgiskjöl með umsókn eru einnig send rafrænt á „mínum síðum“.

Ef einhverra hluta vegna er ekki hægt að senda fylgiskjöl með rafrænum hætti má senda þau bréfleiðis.

Athugið að setja númer umsóknar á fylgiskjölin. Þegar umsókn hefur verið framkvæmd á „mínum síðum“ berst númer umsóknar í tölvupósti á uppgefið netfang umsækjanda.

Fylgigögn sem send eru bréfleiðis skulu send í umslagi merktu með umsóknarnúmeri til:

Starfsmenntunarsjóður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Laufásvegi 81
101 Reykjavík 

Nánari upplýsingar um sjóðinn er hægt að fá á skrifstofu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum í síma 595 1111 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hronn@ki.is.  

Umsóknarferli

Tegund styrks Umsóknarfrestur
Námslaun Umsóknarfrestur um námslaun er til 15. febrúar ár hvert.
Ath. að A deild sjóðsins er lokuð sem stendur.
Námskeið Sjóðstjórn leitast við að úthluta styrkjum jafnharðan og fullnægjandi gögn berast.
Námsefnisgerð, rannsóknar- og þróunarverkefni Umsóknarfrestur er til 1. nóvember ár hvert og umsóknir afgreiddar fyrir 15. des.
Hóp- og kynnisferðir Sjóðstjórn leitast við að úthluta styrkjum jafnharðan og fullnægjandi gögn berast.

 

 

ÍTAREFNI

Starfsmenntunarsjóður FT

Námskeið, námslaun, námsefnisgerð, þróunarverkefni, h&o...
Markmið sjóðsins, samþykktir, starfsfólk og stjórn.