is / en / dk

 

Samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar er ekki tekið við umsóknum vegna námslauna í ár. A deild sjóðsins er því lokuð sem stendur

A deild sjóðsins

Sjóðstjórn er heimilt að veita námslaun í allt að 12 mánuði. Umsóknarfrestur um námslaun er til 15. febrúar ár hvert.

Við mat á umsóknum eru eftirtalin atriði höfð til hliðsjónar:

  1. Umsækjandi hafi starfað í 10 ár við tónlistarkennslu og greitt er fyrir í sjóðinn.
  2. Að umsækjandi hafi ekki fengið full námslaun úr starfsmenntunarsjóði FT síðastliðin 10 ár. 
  3. Að nám sé endurmenntun, viðbótarmenntun eða framhaldsmenntun og nýtist umsækjanda í starfi að námi loknu.

Að námi loknu skilar styrkþegi sjóðstjórn prófskírteini, vottorði um námslok og/eða skriflegri greinargerð um hvernig námsleyfi var notað. Þessi gögn þurfa að berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að launagreiðslum lýkur. Heimilt er að veita ferðastyrki tengda námslaunum.

Verklagsreglur stjórnar Starfsmenntunarsjóðs FT vegna námslauna

B deild sjóðsins

Sjóðfélagi getur sótt um 300.000 kr. styrk að hámarki, á 3ja ára fresti, vegna kostnaðar við að sækja námskeið innanlands eða í útlöndum. Dreifa má styrknum á allt að þrjú ár. Sjóðstjórn leitast við að úthluta styrkjum jafnharðan og fullnægjandi gögn berast.

Staðfesta ber kostnað og þátttöku í námi með ljósriti af vottorði og reikningum eða með frumritum. Styrkur skal aldrei vera hærri en sem nemur útlögðum kostnaði. Kvittanir mega ekki vera eldri en tólf (12) mánaða.

Félög eða hópar geta ekki sótt um þennan styrk, einungis einstaklingar. 

Ef margar umsóknir berast sjóðnum í einu, er sjóðstjórn heimilt að skerða styrki með hliðsjón af fjárhagsstöðu sjóðsins.

Athugið að kvittanir verða að vera á íslensku, ensku eða norðurlandamáli (öðru en finnsku) til að vera gildar. Ef kvittun er á öðru tungumáli en það, verður löggilt þýðing að fylgja með. Sjá hér um fullgildar kvittanir.

C deild sjóðsins

Hægt er að sækja um styrk til einstaklinga eða hópa vegna námsefnisgerðar eða rannsóknar- og þróunarverkefna. Hámarksstyrkur er 700.000 kr. Umsóknir eru afgreiddar einu sinni á ári.  

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember ár hvert og eru umsóknir afgreiddar fyrir 15. des.

 

D deild sjóðsins

Hámarksstyrkur vegna hóp- og kynnisferða á hvern sjóðfélaga er 100.000 kr. þriðja hvert ár. Dagskrá þarf að standa yfir að lágmarki í einn dag.
 

Ábyrgðarmaður er tengiliður hópsins við sjóðinn og sendir sjóðnum eftirfarandi gögn:

  • lista með nöfnum þátttakenda; kennara/stjórnenda,
  • dagskrá og ferðalýsingu,
  • staðfestingu frá móttökuaðila (staðfest móttaka að lágmarki í einn dag),
  • staðfestingu á kostnaði hvers einstaklings.
     

Hver sjóðfélagi sækir um styrk á „Mínum síðum“ að ferð lokinni. Með umsókn skal fylgja staðfesting á þátttöku umsækjanda, s.s. afrit af farseðli, og kvittanir fyrir útlögðum kostnaði.

Styrkurinn er greiddur til hvers og eins kennara/stjórnanda og ekki er greitt meira en sem nemur staðfestum kostnaði.

Fái hópur sjóðfélaga þennan styrk er ekki heimilt að veita styrk til sömu ferðar úr öðrum styrktegundum sjóðsins.

Kennari/stjórnandi sem ekki á rétt á hópstyrk getur nýtt sér styrk úr B deild sjóðsins (námskeið) sem nemur 100.000 kr. hafi hann ekki nýtt sér þann rétt.

 

Ef, af einhverjum ástæðum, ekki er mögulegt að skila umsóknum á Mínum síðum þá er eyðublað hér.

 

ÍTAREFNI

Starfsmenntunarsjóður FT