is / en / dk

Umsóknir og úthlutunarreglur. Hverjir eiga rétt? Umsóknir á Mínum síðum.

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum eiga aðild aðild að A deild sjóðsins eftir 3 mánuði en eftir 6 mánuði í B deild.

 • A deild sjóðsins: Félagsmenn í FF og FS öðlast rétt til úthlutunar úr A deild eftir 3ja mánaða iðgjaldagreiðslur. Í A deild miðast styrkupphæð við starfshlutfall og lengd starfstíma. Réttindi falla niður þegar iðgjöld hætta að berast sjóðnum. 
 • B deild sjóðsins: Félagsmenn í FF og FS öðlast rétt til úthlutunar úr B deild eftir 6 mánaða iðgjaldagreiðslur. Í B deild miðast styrkupphæð við starfshlutfall og lengd starfstíma. Réttindi falla niður þegar iðgjöld hætta að berast sjóðnum.
 • Launalaust leyfi: Félagsmaður sem fer í launalaust leyfi og nám getur viðhaldið réttindum sínum, haldi hann félagsréttindum sínum í FF eða FS og hluti iðgjalda renni til sjóðsins. Styrkur er ekki greiddur fyrr en félagsmaður er kominn aftur til starfa og er orðinn fullgildur sjóðfélagi á ný og sjóðnum hefur sannanlega borist greiðsla iðgjalda meðan á launalausu leyfi stóð.
 • Fæðingarorlof: Félagsmaður í fæðingarorlofi getur viðhaldið réttindum sínum enda haldi hann félagsréttindum sínum í FF eða FS og hluti iðgjalda renni til sjóðsins. Styrkur er ekki greiddur fyrr en félagsmaður er kominn aftur til starfa og orðinn fullgildur sjóðfélagi á ný og sjóðnum hefur sannanlega borist greiðsla iðgjalda meðan á fæðingarorlofi stóð. 

Umsóknir og fylgigögnum skilað á MÍNUM SÍÐUM KÍ

Geti félagsmaður ekki skilað umsóknum á Mínum síðum er hægt að senda meðfylgjandi umsóknareyðublöð á heimilisfangið fyrir neðan eða í netfangið visffogfs@ki.is:

Vísindasjóður FF og FS
Laufásvegi 81
101 Reykjavík

 • Útgjöld sem eru lögð til grundvallar umsókn í A deild skulu hafa fallið til 1. desember ár hvert eða síðar. Athugið að það er einungis hægt að sækja um í A deild sjóðsins frá 15. september til 15. nóvember ár hvert.
   
 • Umsóknarfrestir vegna B deildar eru til 15. janúar, 15. mars, 15. maí, 15. september og 15. nóvember og eru styrkirnir greiddir út eins fljótt og kostur er. Reikningar mega ekki vera eldri en 12 mánaða gamlir og er miðað við almanaksár. Eingöngu eru veittir styrkir út á reikninga, kvittanir eða önnur gögn sem stíluð er á umsækjandann. Styrkir eru ekki greiddir í áföngum.

 

Úthlutunarreglur á pdf-formi. 

A deild

B deild

 

 

 

UM SJÓÐINN

 • Námskeið, ráðstefnur, skólagjöld, bækur, framhaldsn&aacut...
 • Umsóknir og úthlutunarreglur. Hverjir eiga rétt? Umsóknir á M&...
 • Markmið sjóðsins, stjórn, netfang.
 • Úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar óbreyttar á sa...
 • A deild 2018.
 • B deild 2018.