is / en / dk

Feigðarflan eða skynsamleg leið? Stjórnarstöðuþingmenn í menntamálanefnd Alþingis eru ósáttir við að aðgengi 25 ára og eldri að framhaldsskólunum sé skert. Gagnrýnt er að svo stórri stefnubreytingu sé „laumað“ inn í fjárlög án alvöru umræðu. Þingmenn Framsóknarflokks segjast sáttir en Sjálfstæðismenn sáu ekki ástæðu til að svara fyrirspurn um málið. Skólavarðan sendi á dögunum fyrirspurn á alla átján aðal- og varafulltrúa í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem þeir voru beðnir um að svara eftirfarandi spurningu: „Hvað finnst þér um þá aðferðafræði sem fram kemur í frumvarpi til fjárlaga 2015 að skerða aðgengi 25 ára og eldri að framhaldsskólum landsins?“ Þeir sem svöruðu fyrirspurninni voru:     *Helgi Hraf...
Lifandi ljóðagerð í leikskóla Ljóðagerð er hluti af daglegu námi og starfi barnanna í Garðaborg og vart líður sá dagur að ljóð verði ekki til. Eygló Ida Gunnarsdóttir leikskólakennari hefur haft veg og vanda af söfnun ljóðanna. Hún segir ljóðagerð þroska sköpunargáfu barnanna en hennar hlutverk sé einkum að vera klappstýra og ritari. „Ljóðin eru öll dásamleg og börnin sækja mikið í ljóðagerðina,“ segir Eygló Ida Gunnarsdóttir leikskólakennari um ljóðagerð nemendanna í leikskólanum Garðaborg. Eygló situr við skrifborðið sitt og skráir inn ljóð þegar blaðamann Skólavörðunnar ber að garði snemma morguns í janúar. „Það voru fimm krakkar sem sömdu ljóð í morgun og þau vilja fá að taka þau með sér heim,“ segir Eygló og sýnir svarta...
Hvað einkennir góðan kennara? Góður kennari hefur meðal annars metnað fyrir starfi sínu, reynist nemendum vel utan skólastofunnar, er sanngjarn og hvetur nemendur sína til góðra verka. Síðastliðið vor stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir kynningarátakinu „Hafðu áhrif“. mátti finna stutt myndbönd þar sem þjóðþekktir Íslendingar sögðu frá þeim kennara sem mest áhrif hafði haft á líf viðkomandi. Almenningi gafst jafnframt kostur á að senda inn ábendingu um þann kennara sem mest áhrif hefði haft á hvern og einn. Um tvö þúsund ábendingar bárust um á fimmta hundrað kennara. Valnefnd fór svo yfir ábendingar og umsagnir og valdi í kjölfarið fimm kennara sem að endingu hlutu viðurkenningu, en þeir voru Anna Steinunn Valdimarsdóttir...
Upprætum neteinelti með fræðslu Hermann Jónsson segir að foreldrar og kennarar þurfi að tileinka sér betur tölvur og tæki og miðla þekkingu áfram til barna og unglinga. Með því að kenna samskiptareglur á netinu megi koma í veg fyrir neteinelti. „Dóttir mín hefur verið lögð í einelti frá því hún var í leikskóla. Eineltið hefur fylgt henni alla tíð og nú þegar hún er orðin unglingur og komin með tölvu bætist neteineltið við hið „venjulega“ einelti,” segir Hermann Jónsson, faðir og skólastjóri Advania skólans. Skrif hans og fyrirlestrar um einelti hafa vakið talsverða athygli síðustu mánuði en hann hóf upp raust sína eftir að sextán ára gömul dóttir hans, Selma Björk Hermannsdóttir, skrifaði fyrir rúmu ári grein á vefinn bleikt.is. ...
Leikur að bókum Tveir leikskólastarfsmenn hafa síðustu ár þróað nýjar leiðir við notkun barnabóka í leikskólanum með það að leiðarljósi að örva sköpunarkraft og ímyndun barnanna og þjálfa þannig læsi í víðari skilningi þess orðs. Leikur, leiklist og söngur eru meðal helstu aðferða. Þegar tíðindamaður Skólavörðunnar kemur í heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi er honum strax vísað inn í lítinn og bjartan sal þar sem tíu eftirvæntingarfull börn sitja og bíða. Þar eru einnig tveir starfsmenn, þær Birte Harksen og Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma), sem eru að undirbúa stundina framundan. Áður en varir hefst flutningur á þjóðsögunni um umrenninginn sem eldar gómsæta naglasúpu fyrir íbúa lítils bæjar. Þetta er ekki venjuleg sögustun...
Rólegt lundarfar er kostur og ókostur Sigurður Sigurjónsson segir mörg verkefni fram undan hjá Félagi stjórnenda leikskóla. Hann er stoltur yfir fregnum um mikla ánægju foreldra með leikskólastarf á Akranesi. Hann er rólegur að eðlisfari og hlustar á Nýdönsk og BB King þessa dagana. Sigurður Sigurjónsson ( 43 ára) Hver: Aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri leikskólans Akrasels og varaformaður Félags stjórnenda leikskóla. Hver eru helstu verkefnin fram undan hjá Félagi stjórnenda leikskóla? Það er mikið að gerast hjá okkur og enn meira þegar kjarasamningar eru gerðir til árs í senn. Við erum að leggja lokahönd á verkefni, sem unnið var með Félagi leikskólakennara og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um framtíð...
Uppsögn kennara við VMA dæmd ólögmæt Uppsögn Ólafs Kjartanssonar framhaldsskólakennara og öryggistrúnaðarmanns í Verkmenntaskólanum á Akureyri var ólögmæt. Hæstiréttur kvað upp dóm þessa efnis á haustdögum. Gísli Guðni Hall hæstaréttarlögmaður, sem rak málið fyrir hönd KÍ og Ólafs, segir dóminn geta haft mikilvægt fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ólafs Kjartanssonar framhaldsskólakennara gegn Verkmenntaskólanum á Akureyri 25. september síðastliðinn. Komst Hæstiréttur að því að uppsögn Ólafs í VMA væri ólögmæt og bæri að greiða honum 400 þúsund krónur í skaðabætur auk 800 þúsund króna í málskostnað. Sneri Hæstiréttur þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands sem hafði sýknað VMA í málinu. Kennarasamband Íslands rak mál...
Sauðkindin í öllu sínu veldi List- og verkgreinar eru í hávegum hafðar í Egilsstaðaskóla. Á haustdögum unnu nemendur sjötta bekkjar margvísleg verkefni tengd sauðkindinni. Þemaverkefni af þessu tagi auka vinnugleði og gera skólastarfið fjölbreytt og skemmtilegt. Sauðkindin var þema verkefnis sem nemendur 6. bekkjar í Egilsstaðaskóla unnu af krafti á haustdögum. Verk- og listgreinum er gert hátt undir höfði í skólanum og sú hefð hefur skapast að sjöttubekkingar vinni að einu slíku þemaverkefni. Kennarar í list- og verkgreinum standa ævinlega að verkefninu en í á þessu skólaári bættust umsjónarkennarar og kennarar í upplýsingatækni í hópinn. Verkefninu var hleypt af stokkunum í september og því lauk í síðustu viku nóvembermán...
Læsi í leikskóla Á síðustu árum hafa fræðimenn í auknum mæli beint sjónum að mikilvægi frumbernskunnar og fyrstu áranna í tengslum við þroska máls og læsis. Flestir eru nú sammála um að málþroski barna hefjist í móðurkviði þar sem börn byrja að greina utanaðkomandi hljóð eins og rödd móður. Eftir fæðingu tekur síðan við næmiskeið máltöku sem talið er standa til tólf ára aldurs, þó ekki megi gleyma því að málþroski einstaklinga er í mótun alla ævi. Nýlegar rannsóknir sýna þó að aðalnæmiskeiði málþroskans sé jafnvel lokið um sex ára aldurinn og að sá munur sem mælist á málþroska barna á þessum fyrstu árum haldist óbreyttur ef ekki er gripið inn í með markvissum aðgerðum. Langflest börn hér á landi hefja skólagöngu sína í leikskól...
Innleiðingu jafnréttisfræðslu þarf að setja í forgang Jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi eins og skýrt er kveðið á um í sameiginlegum hluta aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þar segir til um mikilvægi jafnréttis í víðu samhengi og að jafnrétti þurfi að kenna með einum eða öðrum hætti á öllum skólastigum til jafns við aðra grunnþætti menntunar. En með hvaða hætti er árangursríkast/best að kenna jafnrétti í skólum landsins þannig að börn og ungmenni viti almennt hvað jafnrétti er? Hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að jafnréttismenntun verði komið á? Allt frá því í fyrstu jafnréttislögum sem sett voru á Íslandi árið 1976 hefur verið kveðið á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skó...
Fjölmiðlunarkennsla með frjálsum hugbúnaði — er það góð hugmynd? Fjölmargir skólar bjóða upp á fjölmiðlanámskeið þar sem nemendur fá tækifæri til að spreyta sig á sem flestum verkefnum tengt fjölmiðlun. Hver veit nema næsti Helgi Seljan leynist meðal nemenda þinna? En hvað þarf í slíka kennslu? Til að byrja með þarf eflaust hæfan kennara. Nóg er til af þeim, vona ég. Svo þurfa nemendur tæki og tól til að vinna verkefnin hvort sem er í myndbandagerð, blaðaútgáfu, tónlistarútgáfu eða á vefmiðli. Nemendur verða að hafa aðgang að tölvum og forritum til að klippa myndskeiðin í skemmtilegar fréttir eða vinna ljósmyndir og nota í tímaritið sem verið er að setja upp. Oftar en ekki eru þetta dýr leyfisskyld forrit, og greiða þarf fyrir ...
Upplestrarkeppni, bæði stór og smá Hið talaða mál verður oft útundan í skólastarfi, þrátt fyrir ákvæði í aðalnámskrá. Stóra upplestrarkeppnin, sem haldin er ár hvert, gefur kennurum tækifæri til að rækta talað mál með nemendum sínum. „Það er mikið vandaverk að fá feimin börn til að koma fram án þess að skaða sálina. En þeim mun meiri sigur vinnst ef það tekst. Sá sigur mun verða barninu ómetanlegt veganesti út í lífið“. Á þennan hátt er spurningunni „á barnið mitt að vera með í Stóru upplestrarkeppninni?“ svarað í bæklingi þar sem keppnin er kynnt. Saga keppninnar hófst veturinn 1996 – 1997 þegar rúmlega 200 nemendur í sjöunda bekk í Hafnarfirði og á Álftanesi tóku þátt í nýrri upplestrarkeppni. Viðburðurinn óx hratt og sex árum ...
Sigrún Benedikz, kennari í MR, hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs. Hún óttast að foreldra barna viti ekki hvað þessi áform muni fela í sér og vert sé að muna að það þarf ekki nema andartak til að eyðileggja það sem hefur tekið áratugi að byggja upp. HVER: Spænsku-, lífsleikni- og líffræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík. Annar tveggja forvarnarfulltrúa við skólann. Menntamálaráðherra er staðráðinn í að stytta nám til stúdentsprófs. Hvaða skoðun hefurðu á því? Ég hef þungar áhyggjur af styttingaráformum ráðherra eins og allt samstarfsfólk mitt hér í MR. Það er okkur algjörlega hulið hvernig hann ætlar sér að ná fram fyrirætlun sinni án þess að skerða menntun stórkostlega, þet...
Kennarinn og fjölmiðlamaðurinn, Halldór Árni Sveinsson, hefur síðustu misseri unnið að uppbyggingu Netsamfélagsins. Þáttagerð um skólamál frá ýmsum hliðum er meðal þess sem er í pípunum.  Netsamfélagið er vefur þar sem hægt er að finna ýmis konar fróðleik og upptökur af viðburðum í nútíð og fortíð. Viðburðir á vegum Kennarasambandsins og aðildarfélaga þess hafa ratað inn í Netsamfélagið og er skemmst að minnast forystufræðslunnar og trúnaðarmannanámskeiðs KÍ sem voru í beinni útsendingu á vef Netsamfélagsins og voru síðan vistuð þar. Þá hafa nýliðnir fundir tónlistarkennara sem tengdust verkfalli þeirra verið sýndir beint og hlotið mikið áhorf. Halldór Árni Sveinsson, kennari og fjölmiðlamaður, er stofnandi . „Netsamfélagið byrja...
Stundum verður einhver lífsreynsla til þess að maður fær sterka tilfinningu fyrir ákveðnu málefni þrátt fyrir að það hafi aldrei verið nefnt á nafn. Þannig leið mér að lokinni ESHA-ráðstefnunni sem fram fór í Króatíu í lok október. Þessa tilfinningu fékk ég eftir að hafa setið á tveimur málstofum og einum fyrirlestri sem á einhvern hátt tengdust sterkt í mínum huga. Á fyrri málstofunni fjallaði Guy Claxton, prófessor við King´s College í London, um það sem hann kallaði „The Expansive School“. Ég ætla ekki að reyna að þýða þetta hugtak hans hér en það fjallar í grunninn um að útvíkka meginhlutverk skólans frá því sem er í dag og líta til þess breytta heims sem við lifum í og þeirra grundvallaratriða sem við þurfum að leggja rækt við í...
Um 1.300 leikskólakennara vantar til að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara í leikskólum landsins, en þau gera ráð fyrir að minnsta kosti 2/3 þeirra sem sinna menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf til kennslu upp á vasann. Karlar eru aðeins eitt prósent þeirra sem hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. „Það eru flestar, ef ekki allar, þjóðir að kljást við sama vandamálið, karlkyns kennarar eru of fáir á fyrsta skólastiginu,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, en hann fór ásamt Herði Svavarssyni, leikskólastjóra Aðalþings, á ráðstefnu í Póllandi þar sem fjallað var vítt og breitt um karlmenn við kennslu yngri barna. Ráðstefnugestir, sem voru af báðum kynjum og frá mörgum löndum, áttu...
SÁ HAUSTLITINA FJÚKA BURT Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri hefur síðustu ár kynnst landinu í gegnum linsu myndavélar sinnar. Hann hefur m.a. gefið út tvær ljósmyndabækur og ein er á leiðinni. Jón Rúnar Hilmarsson útskrifaðist sem kennari árið 1992 og hefur frá þeim tíma unnið á landsbyggðinni. Hann starfaði um nokkurra ára skeið sem kennari í Keflavík, áður en hann hélt í Skagafjörðinn þar sem hann tók við stöðu skólastjóra. Síðustu rúm tvö ár hefur hann starfað sem skólastjóri í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. En það sem vakti áhuga Skólavörðunnar á Jóni Rúnari er ekki hvað hann gerir í vinnunni, heldur þegar henni sleppir. Einn með náttúrunni „Árið 2007 stóð konan mín, Alexandra Chernyshova, sópransöngkona og...
Dagana 12. og 13. nóvember síðastliðinn voru haldnar tvær ráðstefnur um jafnlaunamál og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fyrri daginn var fjallað um norræna rannsóknarverkefnið „Hlutastörf, kyn og og dreifing tekna“ (s. Deltid, kön och ekonomisk fördeling) sem lauk um mitt ár 2014 og voru niðurstöður varðandi hlutastörf og áhrif þeirra á jafnrétti á vinnumarkaði kynntar. Seinni daginn hélt norrænn starfshópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði, í samstarfi við aðgerðahóp íslenskra stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti, ráðstefnu um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði. Hlutastörf – val eða neyð? NIKK (s. Nordisk information för kunskap om kön) hefur undanfarin misseri unnið að rannsóknarverkef...
SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA Þegar ég var nemandi í Barnaskóla Akraness forðum daga kynntist ég fyrst því sem í daglegu tali kallast foreldrasamstarf. Í minningunni voru þetta mjög sérstakir dagar. Amma kom til þess að passa okkur barnamergðina og mamma fór úr Hagkaupssloppnum, gott ef hún setti ekki Carmelrúllur í hárið líka, klæddi sig upp á og lagði af stað í foreldrasamtal í skólanum. Mömmu dvaldist dagspart þarna í skólanum því hún átti svo mörg börn, þurfti að fara í sjö samtöl. Ekki man ég eftir því að það hafi nokkurn tíma komið til umræðu að pabbi minn færi með í þessi samtöl. Þetta var á árunum í kringum 1970 og foreldrafélög voru ekki til. Þegar ég hóf störf sem leikskólakennari einhverju seinna fékk ég upplýsingar ...
„Okkar hlutverk er að veita félagsmönnum margháttaða aðstoð þegar eitthvað bjátar á,“ segir Kristín Stefánsdóttir tónlistarskólakennari sem hefur verið skipuð til að gegna formennsku í Sjúkrasjóði KÍ á þessu kjörtímabili. Kristín hefur mikla reynslu af störfum Sjúkrasjóðs, enda hefur hún setið í stjórn hans frá því hann var stofnaður árið 2001. Stjórn Sjúkrasjóðs er skipuð sjö félagsmönnum og sjö til vara. Fyrirkomulagið er þannig að hvert aðildarfélag KÍ tilefnir einn aðalmann og einn varamann. Kristín segir sjóðinn hafa vaxið frá árdögum og að úthlutunarreglurnar séu alltaf í þróun en sífellt megi gera betur. „Það var mikil vinna á upphafsdögunum að koma sjóðnum á koppinn. Við sem vorum kjörin í stjórn þurftum að setja okkur vel in...