Félag fagfólks á skólasöfnum
21. Febrúar 2019

 

Skólasafnaheimsóknir

Föstudagur 1. mars

Opin hús

kl. 10.00-12.00 - Eftirfarandi skólasöfn eru með opin hús:

  • Skólasafn Lágafellsskóla– Lækjarhlíð: Kristín Rögnvaldsdóttir tekur á móti gestum.
  • Skólasafn Selásskóla– Selásbraut: Rósa Harðardóttir tekur á móti gestum.
  • Skólasafn Seljaskóla– Kleifarsel 28: Dröfn Vilhjálmsdóttir tekur á móti gestum.
  • Skólasafn Hofsstaðaskóla– Skólabraut 5: Kristín H. Thorarensen tekur á móti gestum.Aðalfundur FFÁS 2019 og fræðslustund

Föstudagur 1. mars

kl. 13:00 - 15:30

 

Velkomin í  Skólasafn Garðaskóla, Vífilsstaðavegi, 210 Garðabæ

 

Fundarstjóri og kynnir er Guðrún Þórðardótt

13.00-13.30     Skýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins. Umræður um skýrslu og reikninga.

                         Kosningar í stjórnarstöður: stjórn, fræðslunefnd, kjaranefnd og endurskoðun reikninga.

                         Önnur mál.

13.30-14.00     Sigrún Hauksdóttir frá Landskerfum ræðir nýtt bókasafnskerfi og kynnir nýtt viðmót fyrir skólasöfnin.

14.00-14.30    Kaffihlé – kaffiveitingar kosta 500 kr.

14.30-14.45    Ingibjörg Valsdóttir ritstjóri tímaritsins Börn og menning kynnir starf IBBY.

14.45-15.00    María Hrafnsdóttir forstöðumaður bókasafns og gestgjafi segir frá starfsemi skólasafns Garðaskóla.

15.00-15.30    Hildur Rudolfsdóttir kennsluráðgjafi í upplýsinga- og tæknimennt Garðaskóla kynnir

                        hönnunarsmiðju skólans.

 

 

Gerðubergsráðstefna um barna- og unglingabókmenntir

Laugardagur 2. mars 

kl. 10:30-13:30

Þetta er bara barnabók“.

 

Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík

 


Eftir þrotlausa vinnu barnabókahöfunda, bókasafnsstarfsmanna, foreldra og kennara virðist sem enn séu barnabókmenntir settar skör lægra en aðrar bókmenntagreinar. „Þetta er bara barnabók“ er því yfirskrift ráðstefnunnar í ár og munu ræðumenn kafa í stöðu barnabókarinnar frá ýmsum sjónarhornum.

Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um íslenskar barna- og unglingabókmenntir. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnar ráðstefnuna og kynnir nýjar lagabreytingar og frumvörp er snerta barnabókmenntir og framtíð íslenskunnar. Erindi flytja Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur, Ragnheiður Gestsdóttir, rit- og myndhöfundur, Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri vefsins lestrarklefinn.is. Fundarstjórn er í höndum Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.

 

Aðrir viðburðir sem vert er að sækja á þessum dögum:

  • Þetta vilja börnin sjá. Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi20. janúar - 31. mars 2019. Sýning á myndlýsingum í íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018 opnar í Gerðubergi sunnudaginn 20. janúar kl. 14. Þetta er í sautjánda skiptið sem sýningin er sett upp. Að þessu sinni taka 19 myndhöfundar þátt og sýna myndirnar vel þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu.

 

  • Sæmd og skömm í Njálu: sýning í Grófinni Borgarbókasafninu 14. febrúar - 30. mars 2019. Sýningin er unnin af Gagarín, Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur listamanni, Borgarbókasafninu og þremur bókasöfnum í Kaupmannahöfn og verður hún sett upp á sex bókasöfnum á Norðurlöndum á komandi mánuðum.