Félag fagfólks á skólasöfnum
21. September 2018

Fræðslustund í Snælandsskóla, Víðigrund, Kópavogi.
Fimmtudaginn 27. september kl. 14:00 – 17:00

 

Dagskrá

 

14:00-14:15

Fundur settur. Guðmunda Guðlaugsdóttir á skólasafni Snælandsskóla kynnir safnið sitt.

 

14:15-14:45

Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, upplýsingafræðingur og kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi segir frá afar spennandi ISTE bókmennta- og skólaráðstefnu sem hún sótti til Chicago. https://conference.iste.org/2018/

 

14:45-15:15

Halla Svavarsdóttir í Víðistaðaskóla og Ásdís Helga Árnadóttir í Áslandsskóla ásamt starfsfélögum sínum frá skólasöfnum Hafnarfjarðar kynna vel heppnað samstarfsverkefni hafnfirsku safnanna frá síðastliðnu vori, Bókabrall, og sýna afrakstur þess.

 

15:15-15:45

Kaffi, spjall og skólasafn Snælandsskóla skoðað. Kaffigjald: 500 kr.

 

15:45-16:15

Dröfn Vilhjálmsdóttir á skólasafni Seljaskóla kynnir bókahátíð Seljaskóla sem stóð yfir í eina viku sl. vetur. Á hátíðinni var settur á fót afar vinsæll skiptibókamarkaður, bókasafnið opnaði Snapchat með gestasnöppurum, matsalurinn var tengdur bókalestri, skólaskápar voru málaðir eins og bókakilir og margt fleira.

 

16:15-16:45

Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur og yfirmaður barnastarfs Norræna hússins kynnir Mýrina, barnamenningarhátíð. Hún fer fram dagana 11. – 14. október næstkomandi með fjölbreyttri og áhugaverðri dagskrá.

 

16:45-17:00 Fundi slitið