Félag fagfólks á skólasöfnum
22. Febrúar 2018

Skólaheimsóknir, aðalfundur/fræðslustund og Gerðubergsráðstefna 2. og 3. mars 2018

Tilkynnið þátttöku með því að send póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Teljið upp hvaða viðburði þið sækið og nöfn skóla sem þið viljið heimsækja.

Tilkynnið mætingu í síðasta lagi þriðjudaginn 27. febrúar

 

Skólaheimsókn fyrir hádegi föstudaginn 2. mars

Laugarnesskóli v. Kirkjuteig, 105 Reykjavík

         Vignir L. Jónsson, opið 9:30-10:30, sími: 411-7431

            Lestrarhvetjandi verkefni og - klúbbar

 

Háteigsskóli v/Háteigsveg, 105 Reykjavík

Heiða Rúnarsdóttir, opið 10:30-11:30, sími: 530-4300

Bókabrall, Herramannalestur, skráning heimilda.

 

Víðistaðskóli, Hrauntungu 7, 220 Hafnarfjörður

            Halla Svavarsdóttir, opið 9:30-10:30, sími: 595-5800

            Lestrarátök og kennsla í 7. bekk.

 

Öldutúnsskóli Öldutúni 9, 220 Hafnarfjörður

         Þóra Jónsdóttir, opið 10:30-11:30, sími: 555-1546

Lestrarstundir og grisjun.

 

Kársnesskóli, v/Vallargerði, Kópavogi

            Guðrún Ólafsdóttir, opið 9-10, sími: 441-4600

            Disney klúbburinn, Bókaormur vikunnar, Osmo og Ozobot

 

Seljaskóli, Kleifarsel 29, 109 Reykjavík

            Dröfn Vilhjálmsdóttir, opið 9-10, sími: 411-7506

            Bókaskjóður

 

Snælandsskóli, v/Víðigrund, Kópavogi

            Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, opið 10-11, sími: 441-420

 

Bókasafn Kópavogs (almenningssafn), Hamraborg 6a, Kópavogi

            Sýning: Barnabókin í 100 ár, opið 11-17

 

 

Aðalfundur FFÁS 2018 og fræðslustund

Föstudagur 2. mars kl. 14-17

 

Skólasafn Hraunvallaskóla, Drekavöllum 9, 221 Hafnarfirði

 Fundarstjóri og kynnir er Anna Guðmundsdóttir

Kl. 14:00 -14:45

1.         Skýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins.

2.         Umræður um skýrslu og reikninga.

3.         Kosningar í stjórnunarstöður: stjórn, fræðslunefnd, kjaranefnd og endurskoðun reikninga.

            Vinsamlegast tilkynnið í síðasta lagi við skráningu ef þið hafið áhuga á að bjóða ykkur fram í störf fyrir félagið.

4.         Önnur mál.

 

Kl. 14:45 – 15:00  

Andri Már Kristjánsson deildarbókabókavörður á Borgarbókasafninu í Gerðubergi segir frá starfsemi og markmiðum tilraunaverkstæðis/makerspace.

 

Kl. 15:00 – 15:30    

Anna Sigurðardóttir gestgjafi kynnir skólasafn Hraunvallaskóla. Eftir kynninguna eru kaffiveitingar og spjall. (Kaffiveitingar 500 kr.)

                                         

Kl. 15:30 – 15:45  

Dýrfinna Guðmundsdóttir ritstjóri hjá IÐNÚ bókaútgáfu kynnir lestrarátakið

„Leggur þú í ævintýralestur?“ sem stendur yfir í mars og apríl.

 

Kl. 15:45 – 16:15

Styrkur í samstarfi - Starfsmenn skólasafna í  Hafnarfirði og á Akureyri segja frá samstarfi innan síns sveitarfélags og kynna hagnýtt verkefni.

 

Kl. 16:15 - 16:30

Gréta Björg Ólafsdóttir deildarstjóri Bókasafns Kópavogs kynnir starfsemi barnadeildarinnar.

 

Kl. 16:30 – 16:50

Sindri Bergman Þórarinsson, verkefnastjóri KrakkaRÚV kynnir verkefni sem snúa að lestri og spjallar um mögulega samstarfsfleti þeirra við skóla og skólasöfn.

 

Kl. 16:50 - 17:00

Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnisstjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Lára kynnir Sleipni, langtímalestrarverkefni á vegum Bókmenntaborgar á landsvísu. Verkefnið er bæði á leikskólastigi og fyrir yngsta- og miðstig grunnskólans.

 

Bókaborð, gefum og þiggjum

Þeir sem sækja fræðslustund eru hvattir til að koma með bækur sem nýtast þeim ekki en henta engu að síður á skólasöfn og leggja á bókaborð. Allir geta nælt sér í bækur af bókaborðinu. Hér gildir að fyrstur kemur fyrstur fær.

 

          Gerðubergsráðstefna um barna- og unglingabókmenntir

Laugardagur 3. mars kl. 10.30-13.30

með hádegisverðarhléi

Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík

 

Í hvaða bók á ég heima?

 

Sjónum verður beint að þeim raunveruleika sem birtist í barnabókum samanborið við raunveruleikann sem börn búa við.

 

Skiptir það máli fyrir börn og unglinga að geta speglað sig í bókmenntum – eða er þeim kannski alveg sama?

 

Skoðað verður hvort umræða síðustu ára um kynhegðun og kynvitund hafi skilað sér inn í barna- og unglingabækur eða hvort þar sé enn að finna staðnaðar staðalímyndir. Þá verður litið á kynjahlutföll barnabókarithöfunda, hvort þau hafa áhrif á valdahlutföll kynjanna sem birtast börnum í barnabókum og hvaða áhrif sú birtingarmynd hefur.

 

Eftir Gerðurbergsráðstefnuna eru félagsmenn hvattir til að skoða  sýninguna „Þetta vilja börnin sjá“ myndir úr nýútkomnum barnabókum  og kíkja á aðstöðu makerspace, tilraunaverkstæðis, Borgarbókasafnsins í Gerðubergi.