Dagsetning: 6. mars kl. 14-16 á skólasafni Lágafellsskóla

Fundarstjóri: Halla Svavarsdóttir

Fundarritari: Berglind Inga Guðmundsdóttir

Mæting: 21 félagsmaður

Fundarstjóri kynnir dagskrá aðalfundar og gefur Heiðu Rúnarsdóttur formanni orðið.

1. Skýrsla stjórnar/formanns

Heiða Rúnarsdóttir formaður kynnti þá sem sitja í stjórn og nefndum. Hún nefndi að það vanti fulltrúa í kjaranefnd og fleiri nefndir eða sérstök verkefni, t.d. upptöku- og útsendingarstjóra fræðslustunda.

Formaður ræddi fjármál en mikill niðurskurður hefur verið þar sem föst fjárhæð frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti til félagsins var lögð niður. Nú fer mikil vinna í að leita eftir styrkjum, sækja um og gefa skýrslur.

Formaður kynnti stóru málin: Fræðslumál, vefsvæði og starfslýsingu. Fyrir þá vinnu væri hægt að sækja styrki frá fagfélögunum; KÍ og SBU.

Fræðslustarf vetrarins hefur verið blómlegt: Málstofa á Læsisráðstefnu á Akureyri, þrjár fræðslustundir og Gerðubergsráðstefnan 11. mars næstkomandi.

Fjallað var um heimasíðu og tilgang hennar, hvað ætti að vera á slíkri síðu og hvernig hún nýtist í starfi.

Heiða þakkaði fyrir áheyrnina.

2. Ársreikningur félagsins

Margrét Björnsdóttir gjaldkeri fór yfir rekstraryfirlit og reikninga.

Ef á að halda uppi öflugu starfi og styrkir illfáanlegir væri jafnvel eini möguleikinn að hafa félagsgjöld. Einn fundarmaður benti á að það gætu verið erfiðleikar við utanumhald félagatals og annar benti á að mikill kostnaður fylgdi því að senda út kröfur í heimabanka. 

Margrét þakkaði gott hljóð.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Fundarmaður kvað sér hljóðs og hrósaði fyrir fræðslustundir.

Heiða sagði frá að það hefði verið sótt um fleiri styrki, það ætti eftir að koma út úr því.

4. Lagabreytingar

Heiða Rúnarsdóttir formaður og Guðrún Ólafsdóttir kynntu lagabreytingar og kosið var um þær með handauppréttingu.

5. Skýrslur nefnda (fellur inn í skýrslu stjórnar)

6. Umræður og afgreiðsla mála

Ekki komu önnur mál til umræðu sem þörfnuðust afgreiðslu.

7. Kosning stjórnar

Berglind gengur úr stjórn og fær lófaklapp og blóm. í kjaranefnd KÍ. Ásgeir Eyþórsson í Kelduskóla tekur starf sem kjarafulltrúi KÍ. Ívar Ólafsson er kjarafulltrúi SBU. Anna Guðmundsdóttir Grunnskólanum í Borgarnesi býður sig fram í stjórn.

8. Kosning tveggja endurskoðenda

Árný Jóna Jóhannesdóttir Foldaskóla og Hallbera Jóhannesdóttir Brekkubæjarskóla Akranesi bjóða sig fram sem endurskoðendur. Samþykkt.

9. Önnur mál

Ekki voru önnur mál á dagskrá.

Default Image

Verið með okkur 1. og 2. mars 2019

21. Febrúar 2019

Skólasafnaheimsóknir Föstudagur 1. mars Opin hús kl. 10.00-12.00 - Eftirfarandi skólasöfn eru með opin hús: Skólasafn Lágafellsskóla– Lækjarhlíð: Kristín Rögnvaldsdóttir tekur á…

Default Image

Fræðslustund 27. september

21. September 2018

Fræðslustund í Snælandsskóla, Víðigrund, Kópavogi. Fimmtudaginn 27. september kl. 14:00 – 17:00 Dagskrá 14:00-14:15 Fundur settur. Guðmunda Guðlaugsdóttir á skólasafni…

Default Image

Aðalfundur og fræðslustarf 2. og 3. mars

22. Febrúar 2018

Skólaheimsóknir, aðalfundur/fræðslustund og Gerðubergsráðstefna 2. og 3. mars 2018 Tilkynnið þátttöku með því að send póst á heida.runarsdotti@rvkskolar.is Teljið upp hvaða…