is / en / dk

19. Desember 2019

Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda taka gildi um áramótin.

Skólastjórar eiga að tryggja að kennarar með leyfisbréf sem starfa á öðru skólastigi en leyfisbréfið náði upphaflega til fái leyfisbréf sín viðurkennd að fullu frá og með áramótum.

Í framhaldsskólum landsins fá allir kennarar, sem hingað til hafa haft réttindi til kennslu á öðrum skólastigum en í framhaldsskóla, full kennsluréttindi. Í framhaldsskólum landsins eru sérstakir stofnanasamningar sem samið er um á hverjum stað og fjalla um launaröðun út frá kennsluréttindum, menntun, starfsreynslu og ýmsum öðrum þáttum. Það verður því misjafnt hvaða áhrif nýju lögin hafa á launasetningu þeirra sem nú fá full kennsluréttindi í framhaldsskólum og jafnvel þarf að taka upp ákveðna liði stofnanasamninga í framhaldi af gildistöku laganna. 

 

Dæmi um grunnröðun í starfsheiti innan leikskóla:

Starfsheiti, Leikskólakennari:
a. Kennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla – Röðun frá 1. janúar 2020: Leikskólakennari lfl. 233
b. Kennari með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla – Röðun frá 1. janúar 2020 : Leikskólakennari lfl. 233

Starfsheiti, Deildarstjóri:
a. Kennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla – Röðun frá 1. janúar 2020: Deildarstjóri lfl. 235
b. Kennari með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla – Röðun frá 1. janúar 2020 : Deildarstjóri lfl. 235

Starfsheiti, Sérkennslustjóri:
a. Kennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla – Röðun frá 1. janúar 2020: Sérkennslustjóri lfl. 236
b. Kennari með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla – Röðun frá 1. janúar 2020: Sérkennslustjóri lfl. 236

Dæmi um grunnröðun í starfsheiti innan grunnskóla:

Starfsheiti, Grunnskólakennari:
a. Kennari með leyfisbréf til kennslu í leikskóla – Röðun frá 1. janúar 2020: Grunnskólakennari lfl. 233
b. Kennari með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla – Röðun frá 1. janúar 2020 : Grunnskólakennari lfl. 233

Starfsheiti, Umsjónarkennari:
a. Kennari með leyfisbréf til kennslu í leikskóla – Röðun frá 1. janúar 2020: Umsjónarkennari lfl. 235
b. Kennari með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla – Röðun : : Umsjónarkennari lfl. 235

Starfsheiti, Verkefnisstjóri 1:
a. Kennari með leyfisbréf til kennslu í leikskóla – Röðun frá 1. janúar 2020 : Verkefnisstjóri 1 lfl. 238
b. Kennari með leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla – Röðun frá 1. janúar 2020: Verkefnisstjóri 1 lfl. 238

Í kjarasamningi grunnskólakennara er sem dæmi fjallað um ráðningarsamning í grein 14.3. en þar segir:

„Skriflegur ráðningarsamningur skal gerður við starfsmann við upphaf ráðningar.“

Í skýringarkassa við greinina segir jafnframt: „Starfsheiti kennara í ráðningarsamningi er grunnskólakennari en grunnlaunaflokkur getur verið breytilegur frá einum tíma til annars í samræmi við starfaskilgreiningu viðkomandi hverju sinni, sbr. gr. 1.3.1. Starfaskilgreining er ákveðin fyrir upphaf hvers skólaárs með sérstökum vinnuskýrslum.“


Spurt og svarað um leyfisbréf kennara á vef Menntamálaráðuneytisins.

Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.


 

Tengt efni