is / en / dk

12. Desember 2019

Stjórn Krákunnar, kennarafélags Kvennaskólans í Reykjavík, telur algjörlega óviðunandi að FF og FS hafi verið án kjarasamnings í tæpt ár. Þetta er meðal þess sem segir í ályktun sem stjórn Krákunnar sendi sendi frá sér í gær. 

Ályktun Krákunnar hljóðar svo í heild: 

Reykjavík, 11. desember 2019

Stjórn Krákunnar, kennarafélags Kvennaskólans í Reykjavík, hvetur samningsaðila í kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkið til þess að setja fullan kraft og einhug í kjaraviðræðurnar. 

Framhaldsskólakennarar hafa nú verið án kjarasamnings í tæpt ár og er slíkt algjörlega óviðunandi. Við förum því fram á að stjórnvöld viðurkenni í verki mikilvægi kennarastarfsins og að framhaldsskólakennarar njóti sömu kjara og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar. Mikilvægi menntunar fyrir frekari þróun þjóðfélagsins er hafin yfir allan vafa og þess vegna er ábyrgð ríkisvaldsins mikil og brýnt að stjórnvöld sýni það í verki. 

 

Ályktun Krákunnar í PDF

 

 

Tengt efni