is / en / dk

13. Desember 2019

Félag framhaldsskólakennara og Vísindasjóður FF og FS auglýsa eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á skrifstofu félagsins.

  • Menntunarkröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi leyfisbréf sem framhaldsskólakennari.
  • Reynsla: Kennslu- og eða stjórnunarreynsla í framhaldsskóla, góð þekking á kjaramálum auk þekkingar á opinberri stjórnsýslu.
  • Verkefni: Aðstoð við félagsmenn er varðar endurmenntun, réttindamál og túlkun kjarasamnings. Undirbúningur og úrvinnsla funda, samskipti við félagsdeildir, aðstoð við kjarasamningagerð og annað sem til fellur.
  • Hæfniskröfur: Góð mannleg samskipti, framúrskarandi íslenskukunnátta, færni í notkun helstu samfélagsmiðla, þjónustulipurð og létt lund.

Félag framhaldsskólakennara er eitt aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Starfsemin flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgartúni 30 á nýju ári þar sem unnið verður í verkefnastýrðu vinnurými.

Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2020 og skal senda ferilskrá á netfangið gudjonh@ki.is sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2020.


 

Tengt efni