is / en / dk

05. Desember 2019

Félagsdómur felldi í gær úrskurð í svokölluðu „jafngildingarmáli“ Kennarasambands Íslands, vegna Félags grunnskólakennara, gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úrskurður Félagsdóms er á þá leið að Samband íslenskra sveitarfélaga er sýknað af kröfu KÍ um að viðurkennt verði að kennarar með eldri leyfisbréf fái hækkanir til jafns við þá sem hafa leyfisbréf til kennslu á grundvelli meistaranáms.

Jafngildingarákvæðið er að finna í núgildandi kjarasamningi FG og Sambandsins. Þar segir meðal annars: „Miða skal við, að kennarapróf, sem lögum samkvæmt veita kennurum sömu starfsréttindi, séu jafngild til launa án tillits til þess, á hvaða tíma þau hafa verið tekin."

Fyrir rúmu ári, í október 2018, gerði stjórn FG kröfu um að kennarar fengju sömu laun óháð aldri kennsluréttinda í krafti jafngildingarákvæðisins. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði þessari kröfu á þeim forsendum að sameiginlegur skilningur hefði verið ríkjandi um að jafngildingin um meistaranámið hefði í raun fallið úr gildi og ekki komið til framkvæmda eftir að fyrstu kennararnir útskrifuðust með meistaragráðu árið 2014.

Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að með samþykki nýrrar greinar 1.3.2.1 um persónuálag vegna viðbótarmenntunar, sem kom inn í gildandi kjarasamning aðila 2018, hefði félagið samþykkt tiltekið frávik frá jafngildisákvæðinu sem félagið byggði kröfu sína á.
 

Úrskurður Félagsdóms

Tengt efni