is / en / dk

04. Desember 2019

Desember/annaruppbætur voru greiddar félagsmönnum aðildarfélaga KÍ. 1. desember síðastliðinn. Desember/annaruppbót er greidd miðað við starfshlutfall og starfstíma félagsmanns.

Útreikningar annar/desemberuppbóta eru misjafnir eftir aðildarfélögum KÍ.

  • Tímabil annaruppbóta FG, SÍ og FT er haustönnin.
  • Tímabil desemberuppbótar FL og FSL er 1. janúar til 30. nóvember fyrir félagsmenn sem hófu störf fyrir 1. september.
  • Tímabil desemberuppbótar FF og FS er 1. janúar til 31. október.

Annar/desemberuppbætur skerðast vegna launalauss leyfis, ólaunaðra veikinda, námsleyfa og fæðingarorlofs umfram lögbundið fæðingaorlof.

  • Full uppbót til félagsmanna FL, FSL, FG, SÍ og FT er kr. 89.000.
  • Full uppbót til félagsmanna FF og FS er kr. 92.000.

 

Nánar um desember/annaruppbætur 

 

Tengt efni