is / en / dk

02. Desember 2019

Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs KÍ taka gildi 1. janúar 2020. Helstu breytingar eru samruni meðferðarstyrkja hjá „löggiltum heilbrigðisstarfsmanni“ (sjá á vef Landlæknis), ekki er lengur styrkt það sem íslenska heilbrigðiskerfið niðurgreiðir/tekur þátt í og breyttar reglur hvað varðar sjúkradagpeninga o.fl.

Samkvæmt reglum stjórnar Sjúkrasjóðs KÍ skal endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Síðast var reglum breytt 1. desember 2017.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér nýju reglurnar og ef þeir eiga/eru með útistandandi reikninga/kvittanir að sækja um til sjóðsins áður en nýju reglurnar taka gildi. 

Athugið:

  • Að ekki verður hægt að sækja styrki samkvæmt eldri reglum eftir 31. desember 2019.
  • Opnað verður fyrir umsóknir samkvæmt hinum nýju reglum á hádegi 2. janúar 2020.
  • Skrifstofa KÍ verður lokuð á Þorláksmessu og á milli jóla og nýars. Ef félagsmenn lenda í vandræðum með að sækja um meðan á jólalokun stendur, þá vinsamlegast sendið tölvupóst á sjodir@ki.is fyrir áramót og þá verður hægt að kanna málið í byrjun nýs árs.

Úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs KÍ sem taka gildi 1. janúar 2020 í pdf-formi.

 

 

 

 

 

 

 

Tengt efni