is / en / dk

18. Nóvember 2019

Félagsfólk í Félagi stjórnenda leikskóla lýsir yfir áhyggjum af stöðu stjórnenda leikskóla þar sem fáir eða engir leikskólakennarar leiða hið faglega starf. Þetta er inntak ályktunar sem var  samþykkt á fundi samráðsfundi FSL sem fór í síðustu viku. 

Ályktunin hljóðar svo: 

Samráðsfundur Félags stjórnenda leikskóla haldinn í Hveragerði 14. og 15. nóvember 2019.

Samráðsnefnd FSL vill koma á framfæri áhyggjum sínum af stöðu stjórnenda leikskóla þar sem fáir eða engir leikskólakennarar eru í starfi til að leiða faglegt starf.

Áhyggjur Félags stjórnenda leikskóla beinast að því að sömu kröfur eru gerðar til allra skólastjórnenda þó svo þeir séu einu leikskólakennararnir innan skólans sem hafa tilskilda menntun.

Samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skal 2/3 hluti starfsmanna leikskóla hafa leikskólakennaramenntun.

Gæta þarf að því að kröfur til stjórnenda, varðandi uppeldi og menntun barna, séu í samræmi við þær aðstæður sem eru í hverjum skóla hverju sinni.

Við köllum eftir aðgerðum og ábyrgð rekstraraðila til að hafa samráð við leikskólastjórnendur sem hafa lágt hlutfall leikskólakennara svo hægt sé að gera stjórnendum kleift að starfrækja leikskólana eins og Lög um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla gera ráð fyrir.

 

Tengt efni