is / en / dk

15. Nóvember 2019

Viðræðunefnd KÍ vegna kjarasamninga við sveitarfélögin, sem skipuð er formönnum þeirra aðildarfélaga sem semja við sveitarfélögin, auk formanns og hagfræðings KÍ, hélt stóran fund með samninganefndum félaganna fimm fyrr í vikunni. Félögin fimm eru Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Skólastjórafélag Íslands. Einnig sat formaður Félags framhaldsskólakennara fundinn. Á fundinum var farið yfir stöðu kjaramála almennt auk þess sem aðildarfélögin kynntu helstu áskoranir og áherslur hvert fyrir öðru.

Segja má að rauði þráðurinn í málflutningi allra félaga sé að laun og kjör kennara og stjórnenda séu samkeppnishæf og sanngjörn auk þess sem tími og hvati sé til faglegra vinnubragða í öllu skólastarfi. Nokkur munur er á aðstæðum og einkennum skólastiga og -gerða. Því hefur farið töluverð vinna í að tryggja að innan KÍ sé til staðar skilningur og þekking á sérkennum ólíkra hópa og hagsmunagæsla allra tryggð upp að því marki sem mögulegt er.

  

Tengt efni