is / en / dk

24. október 2019

Meðalatvinnutekjur kvenna voru 74% af meðalatvinnutekjum karla samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Kvenréttafélags Íslands. Konur eru samkvæmt þessum tölum með 26% lægri atvinnutekjur en karlmenn að meðaltai. Daglegum vinnuskyldum er því lokið klukkan 14:56 í dag. 

Kvennafrídagurinn er í dag, 24. október, en þessi dagur var fyrst haldinn árið 1975. Þá lögðu 90% kvenna niður störf til að mótmæla misrétti í launakjörum. Kvennafrídagurinn var síðan haldinn tíu árum síðar, og eftir það árin 2005, 2010, 2016 og 2018. Þetta árið eru ekki skipulögð mótmæli í tilefni dagsins. 

Nánar um kvennafrídaginn

Þá má geta þess að Kvenréttindafélag Íslands býður til femínískrar sögugöngu klukkan 17 í dag. Nánar um gönguna. 

 

Tengt efni